Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Page 37
NýjUNGAR i Nýr sónar frá Simrad FS 3300 sónarinn frá Simrad gerir togaraskipstjórum fært aö stjórna nákvæmlega legu og staðsetningu vörpunnar bæði uppi í sjó og niðri við botn. Með FS 3300 og EQ 100 litaskján- um er hægt að sjá hvort varpan opnast eins mikið og ætlast er til, hvort fótreipið liggur rétt á botninum, hvort hlerarnir sitja rétt og hvort fiskurinn sem verður fyrir vörpunni fer inn í vörpuna en ekki yfir, undir eða út fyrir hana til hliðanna. FS 3300 er af gerðinni skanningsónar, vinnur á 330 KHz og sýnir skarpa og greini- lega mynd af umhverfi vörp- unnar í allt að 300 metra fjar- lægð til allra átta frá botnstykk- inu. Botnstykkið er fest á höfuðlínuna og má vera á allt að 650 metra dýpi. Það er 10 kg að þyngd, 85 x 40cm að flatar- máli og einn maður getur auð- veldlega aftengt það þegar varpan er tekinn inn fyrir. Þessi lykileining er einföld og sterk og að verðmæti 20% af verði alls búnaðarins. Á sjálfvirkri vökva- vindu um borð er rafmagns- kapall sem tengir höfuðlínu- botnstykkið litaskjá um borð. Kapallinn flytur rafmagn í botn- stykkið og merki frá því til baka. Kapallinn lyftir höfuðlínunni á flotvörpunni og eykur þannig vörpuopið um 10-15%. Um EQ 100 tekur viö merkjum frá FS 3300. K^TÆKNI borð er notaður litaskjár til að sýna dýpið bæði á venjulegan hátt og með tölum. Ef aflmælar eru á vörpunni kemur fram á skjánum hve mikill afli er kom- inn í vörpuna og hiti sjávarins á þvi dýpi sem höfuðlínan er. Til að skoða vörpuopið o.fl. er stillt á 360° polarscan. Komi í Ijós við þessa athugun að ekki sé allt í lagi með vörpuna er valinn tiltölulega þröngur geisli sem beint er að þeim stað á vörp- unni sem virðist í ólagi og hann stækkaður allt að 50 sinnum. Nákvæmni getur orðið allt að 10 cm og með þessari stækkun er jafnvel hægt að sjá hnútana á vörpunetinu. Þegar togað er á sandbotni og hlerarnir þyrla upp sandinum skiptir miklu að sandstraumurinn stefni beint á vörpuvængina svo að fiskurinn hrökkvi frá þeim inn í vörpuna. Komi í Ijós við athugun að sandstraumurinn stefnir ekki rétt við vængjunum sitja hler- arnir ekki rétt og þarf því að lagfæra það með því að slaka eða hífa vírana. Umboð fyrir Simrad hér á landi hefur Friðrik A. Jónsson, Skipholti 7, Reykjavík. Handavinna við stimpilkortin úr sögunni Stimpilklukka sem tengd er IBM PC samhæfðri tölvu er nú komin á markaðinn. Hér er um að ræða stimpilklukku frá ís- lenska fyrirtækinu Marel. Stimpilklukkan nefnist TR-22 skráningarstöðin og er sérstak- lega hönnuð fyrir tímaskráning- ar, verkskráningar, birgða- skráningar og framleiðslu- skráningar. Allar skráningar geta hvort sem er verið á skráðum tíma eða rauntíma, sé tíminn skráður merkir skráning- arstöðin það sérstaklega. Stimpilklukkan TR-22 hefur 19 innsláttartakka og 80 stafa skjá sem sýnir notandanum hverja skráningu. Starfsmaður þarf að slá inn starfsmannanúmer sitt (má vera allt að 10 stafa tala) en þá sýnir TR-22 nafn hans, hvaða verk hann er að vinna og í hvaða verk hann á að fara. Ef einhver skilaboð eru til hans fær hann þau um leið. Starfs- maður getur einnig sjálfur skipt um verk og búið til nýja skrán- ingu, t.d. ef hann hefur gleymt að skrá sig inn eða út. TR-22 geymir allar skráningar þótt raf- magnstruflanir verði og getur jafnvel unnið þótt rafmagnsbil- un verði. TR-22 má tengja við launakerfi eins og t.d. RT-laun, Stólpa og Rafreikni. TR-22 get- ur verið í allt að 1000 metra fjar- lægð frá móðurtölvu ef notuð er straumlínutenging en sé útstöð (modem) notuð skiptir fjar- lægðin engu máli. Marel h.f. framleiðir hugbúnað fyrir TR-22 sem heldur utan um starfsmannaskrár, tímaskrán- ingar og ýmsa aðra þætti sem nýtast notendum í margs konar uppgjör og yfirlit. Þar fyrir utan er notandanum gert auðvelt að nýta sér önnur forrit eða búa þau til sjálfur. Með viðeigandi forriti í móðurtölvunni eru möguleikar fyrir ýmisskonar uppgjör og yfirlit ótrúlega miklir. Gögn frá TR-22 færast þá beint yfir í launabókhald þar sem launagreiðslur starfsmanna eru reiknaðar út. Yfirlit yfir þá sem ekki eru komnir til vinna liggur fyrir um leið og vinnudag- urinn hefst og hvaða störfum þeir sinna sem komnir eru. Eins og áður er nefnt er fram- leiöandi Marel h.f., Höföa- bakka 9, Reykjavík Marel TR-22 skráningar- stöðin. VÍKINGUR 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.