Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 45
Leitað svara í þessu blaði hefur göngu sína nýrþáttur sem víð höfum nefnt „Leitað svara“. Eins og nafnið bendir til er ætlunin sú að les- endur beini fyrirspurnum til þeirra sem gerst mega vita og við öflum svara. Fyrirspurnirnar geta verið um allt frá siglutoppi ofan í kjöl, svo fremi það varði líf og störf sjómanna. Það má hugsa sér spurningar um kjaramál, mál- efni stofnana á borð við Sigl- ingamálastofnun, Hafrann- sókn eða einhverjar aðrar, tæknileg málefni, læknisfræði- leg málefni (til dæmis með- höndlun slasaðra um borð) osfrv. Fyrirspurnunum má koma til Víkingsins bréfleiðis eða með því að hringja í rit- stjórnina. Síminn er 91-29933. Víkingurinn mun leita svara við fyrirspurnum lesenda hjá þeim sem gerst mega vita, hvort sem það eru stéttarfélög, stofnanir eða sérfræðingar og birta svörin undir þessum haus: Leitað svara. Hvernig breytast skattarnir? í fyrsta þætti höfum viö beint fyrirspurn til embættis ríkis- skattstjóra um breytingar á skattamálum sjómanna í kjölfar nýja staðgreiðslukerfisins. Fyrirspurnin var svona: Hvernig breyttist skattafsláttur sjómanna með tilkomu stað- greiðslukerfisins? Svar: „Samkvæmt eldra skatt- kerfi voru reglurnar þannig að sjómaður hafði í sjómannafrá- drátt vissa krónutölu fyrir hvern dag sem hann var lögskráður. Sama regla gilti um hlutaráðinn sjómann og landmenn enda þótt þeir væru ekki lögskráðir. Þetta var frádráttur frá tekju- skattsstofni. Frá tekjum ársins 1987 leyfð- ust þannig 432 krónur á dag. Einnig var um að ræða svokallaðan farmanna- og fiskimannafrádrátt sem var 12% af beinum tekjum sjó- manna af fiskveiðum á íslensk- um fiskiskipum og launum vegnasjómannsstarfa um borð í farmskipum, farþegaskipum, rannsóknarskipum, varðskip- um, björgunarskipum og sand- dæluskipum. Þessi regla gilti einnig um hlutaráðna land- menn. Auk þess fengu sjómenn samkvæmt eldra skattkerfi fæðisfrádrátt fyrir hvern út- haldsdag að mati ríkisskatt- stjóra ef þeir þurftu sjálfir að sjá sér fyrir fæði eða nutu ekki fæðisgreiðslu frá áhafnadeild aflatryggingasjóðs. í núverandi skattkerfi eru reglurnar þannig að sjómaður sem lögskráður er á íslenskt skip eða skip sem gert er út af íslensku skipafélagi nýtur sjó- mannaafsláttar sem dreginn er frá tekjuskatti fyrir hvern dag sem hann telst stunda sjó- mannsstörf. Hlutaráðnir sjómenn og landmenn sem ekki eru lög- skráðir njóta einnig sjómanna- afsláttar. Einungis þeir sjómenn sem eru lögskráðir njóta sjómanna- afsláttarins í staðgreiðslu. Hinir fá sjómannaafsláttinn við álagningu oþinberra gjalda. í núverandi skattkerfi eru öll hlunnindi skattlögð, þar með talin fæðishlunnindi. Sjómenn njóta þvl ekki nú eins og áður sérstaks frádráttar vegna fæð- is. Rétt er að vekja athygli á því að samkvæmt reglugerð um persónuafslátt og sjómannaaf- slátt nr. 79/1988 er dagafjöldi sjómannaafsláttar ákveðinn eftir sérstökum reglum. Fyrst eru taldir lögskráningardagar og síðan koma „aðrir dagar“. Þar er um að ræða daga sem skip liggur í höfn vegna tíma- bundinna tafa frá veiðum eða vegna viðgerða eða þegar skipt er um veiðarfæri. Einnig nýtur sjómaður sjómannaaf- sláttar þá daga sem hann er í launuðu orlofi eða er veikur. En frídagar án launa teljast ekki með í þessu sambandi. Sjómannaafsláttur var fyrstu 6 mánuði þessa árs kr. 408 en er frá 1. júlí 444 krónur á dag.“ Kristín Norðfjörð lögfræðingur hjá fííkisskattstjóra VÍKINGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.