Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Qupperneq 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Qupperneq 45
Leitað svara í þessu blaði hefur göngu sína nýrþáttur sem víð höfum nefnt „Leitað svara“. Eins og nafnið bendir til er ætlunin sú að les- endur beini fyrirspurnum til þeirra sem gerst mega vita og við öflum svara. Fyrirspurnirnar geta verið um allt frá siglutoppi ofan í kjöl, svo fremi það varði líf og störf sjómanna. Það má hugsa sér spurningar um kjaramál, mál- efni stofnana á borð við Sigl- ingamálastofnun, Hafrann- sókn eða einhverjar aðrar, tæknileg málefni, læknisfræði- leg málefni (til dæmis með- höndlun slasaðra um borð) osfrv. Fyrirspurnunum má koma til Víkingsins bréfleiðis eða með því að hringja í rit- stjórnina. Síminn er 91-29933. Víkingurinn mun leita svara við fyrirspurnum lesenda hjá þeim sem gerst mega vita, hvort sem það eru stéttarfélög, stofnanir eða sérfræðingar og birta svörin undir þessum haus: Leitað svara. Hvernig breytast skattarnir? í fyrsta þætti höfum viö beint fyrirspurn til embættis ríkis- skattstjóra um breytingar á skattamálum sjómanna í kjölfar nýja staðgreiðslukerfisins. Fyrirspurnin var svona: Hvernig breyttist skattafsláttur sjómanna með tilkomu stað- greiðslukerfisins? Svar: „Samkvæmt eldra skatt- kerfi voru reglurnar þannig að sjómaður hafði í sjómannafrá- drátt vissa krónutölu fyrir hvern dag sem hann var lögskráður. Sama regla gilti um hlutaráðinn sjómann og landmenn enda þótt þeir væru ekki lögskráðir. Þetta var frádráttur frá tekju- skattsstofni. Frá tekjum ársins 1987 leyfð- ust þannig 432 krónur á dag. Einnig var um að ræða svokallaðan farmanna- og fiskimannafrádrátt sem var 12% af beinum tekjum sjó- manna af fiskveiðum á íslensk- um fiskiskipum og launum vegnasjómannsstarfa um borð í farmskipum, farþegaskipum, rannsóknarskipum, varðskip- um, björgunarskipum og sand- dæluskipum. Þessi regla gilti einnig um hlutaráðna land- menn. Auk þess fengu sjómenn samkvæmt eldra skattkerfi fæðisfrádrátt fyrir hvern út- haldsdag að mati ríkisskatt- stjóra ef þeir þurftu sjálfir að sjá sér fyrir fæði eða nutu ekki fæðisgreiðslu frá áhafnadeild aflatryggingasjóðs. í núverandi skattkerfi eru reglurnar þannig að sjómaður sem lögskráður er á íslenskt skip eða skip sem gert er út af íslensku skipafélagi nýtur sjó- mannaafsláttar sem dreginn er frá tekjuskatti fyrir hvern dag sem hann telst stunda sjó- mannsstörf. Hlutaráðnir sjómenn og landmenn sem ekki eru lög- skráðir njóta einnig sjómanna- afsláttar. Einungis þeir sjómenn sem eru lögskráðir njóta sjómanna- afsláttarins í staðgreiðslu. Hinir fá sjómannaafsláttinn við álagningu oþinberra gjalda. í núverandi skattkerfi eru öll hlunnindi skattlögð, þar með talin fæðishlunnindi. Sjómenn njóta þvl ekki nú eins og áður sérstaks frádráttar vegna fæð- is. Rétt er að vekja athygli á því að samkvæmt reglugerð um persónuafslátt og sjómannaaf- slátt nr. 79/1988 er dagafjöldi sjómannaafsláttar ákveðinn eftir sérstökum reglum. Fyrst eru taldir lögskráningardagar og síðan koma „aðrir dagar“. Þar er um að ræða daga sem skip liggur í höfn vegna tíma- bundinna tafa frá veiðum eða vegna viðgerða eða þegar skipt er um veiðarfæri. Einnig nýtur sjómaður sjómannaaf- sláttar þá daga sem hann er í launuðu orlofi eða er veikur. En frídagar án launa teljast ekki með í þessu sambandi. Sjómannaafsláttur var fyrstu 6 mánuði þessa árs kr. 408 en er frá 1. júlí 444 krónur á dag.“ Kristín Norðfjörð lögfræðingur hjá fííkisskattstjóra VÍKINGUR 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.