Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 44
H Framfarir í lögskráningu Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands Undirritaður heimsótti dagana 21. og 22. júlí s.l. nokkra lög- skráningarstaði úti á land, ræddi við lögskráningarfulltrúa og fór yfir lögskráningargögn. Einnig heimsótti hann orkuver Landsvirkjunar við Laxá og Kröflu. Á síðasta ári var útbúið með- fylgjandi form til þess að ein- falda úttekt á framkvæmd lög- skráningar. Formið er þannig byggt upp að á því koma fram öll atriðin sem koma fram í skipshafnar- skrá. Hlutverk þess sem fer yfir lögskráningargögnin er að merkja við í viðkomandi eyðu hvort rétt sé skráð, rangt eða óskráð. FyrstvarSauðárkrókur heimsóttur og rætt við Harald Guðmundur Þór Benediktsson fulltrúi í Ólafsfirði. Óli M. Þorsteinsson deildarstjóri annast lögskráninguna á Hofsósi. Halldórsson fulltrúa sýslu- manns sem annast lögskrán- ingu í afleysingum um þessar mundir. Skoðuð var áramótaskrán- ing sex fiskiskipa. Niðurstaðan var sú að 93% atriða reyndust rétt skráð, ekkert atriði var rangt skráð en 7% skráningar- skyldra atriða reyndust óskráð. Þar var fyrst og fremst um nafn nánasta vandamans að ræða og nr. atvinnuskírteinis. Næst var Hofsós heimsóttur og rætt við Óla M. Þorsteinsson sem annast lögskráningu á Hofsósi. Aðeins er eitt skip lög- skráningarskylt á Hofsósi. Við skoðun reyndust 94% atriða rétt skráð en 6 % rangt skráð. Þar var um að ræða að ein- kenni atvinnuskírteina fyrir yfir- mannastöðurnar um borð. Ekkert skráningaskylt atriði reyndist óskráð. Að lokum var lögskráningar- skrifstofan á Ólafsfirði heim- sótt. Þar var rætt við Guðmund Þór sem annast lögskráning- una. Áramótalögskráning sex fiskiskipa var yfirfarin. Niður- staðan var sú að í 95,5 % atriða var rétt skráð en í 4,5% atriða rangt skráð, ekkert skráningar- skylt atriði var óskráð. Þegar búið var að fara yfir lögskrán- inguna á Ólafsfirði var klukkan langt gengin í fjögur en kl. fjög- ur er skráningarskrifstofunni lokað og því tókst ekki að heim- sækja fleiri staði en hugmyndin var að heimsækja a.m.k lög- skráninguna á Dalvík líka. Mín reynsla af þessum heim- sóknum er sú að mikil breyting hefur orðið á framkvæmd þessara mála frá því að ég fór fyrstu ferðina út á land til eftir- lits, en skipshafnaskrárnar sem þá voru notaðar voru þannig úr garði gerðar að öll framkvæmd og eftirlit voru ýmsum annmörkum háð. í framhaldi af nýjum skipshafn- arskrám, breyttum lögum um lögskráningu og fundarhaldi á vegum Samgöngumálaráðu- neytisins með lögskráningar- aðilum um allt land virðist hafa orðið mikil breyting til batnaðar. Þetta sýnir að sjómenn og lög- skráningarfulltrúarnir eru til- búnir til þess að hafa þessi mál í fullu samræmi við reglur séu þeim sköpuð eðlileg skilyrði til þess. Þarsannastenn hiðforn- kveðna að eftir höfðinu dansa limirnir. Að lokum bestu þakkir til fólksins sem heimsótt var fyrir góðar móttökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.