Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 23
Virkjanir heimsóttar Orkuverin viö Laxá og Kröflu voru heimsótt föstudaginn 22. júlí s.l. , fyrst Laxá en Krafla síðar um daginn. Viö Laxá hitti ég þá Val Hólm Sigurjónsson og Garðar Kára Garöarsson en Garöar er trúnaðarmaður VSF( við Laxá. Umræðan snerist fyrst og fremst um kjör eins og eðlilegt er. Vélfræðingum við virkjanirnar finnst sinn hlutur hafa rýrnað ef þeir bera kjör sín nú saman við kjör járniðnaðar- manna á Norðurlandi en margir þessara manna störfuðu áður en þeir hófu vélskólanám í vélsmiðjum og hafa því glögg- an samanburð á kjörum í vélsmiðjum og við virkjanirnar bæði nú og fyrir um 10 árum síðan. Þegar þeir hófu störf hjá Landsvirkjun voru kjörin mun betri þar en verulega hefur dregið saman með launum þeirra og annarra vélsmiðja. Eflaust sþyrja margir: hvað hefur gerst, hefur verið haldið svona illa á málum hjá félag- inu? Það sem gerst hefur í þessu máli er að fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan var gerður kjarasamningur milli Slipp- stöðvarinnar á Akureyri og fé- lags málmiðnaðarmanna þar í bæ. Þessi samningur byggðist á þeim forsendum að inn i grunnlaun voru færðar ýmsar greiðslur sem höfðu áður verið greiddar sérstaklega s.s. fæð- is- og flutningsgjald, verkfæra- gjald og fastur bónus sem nam um 15% af grunnlaunum. Um fleiri þætti var að ræða sem ekki verða tíundaðir hér. Vegna kvaðar um að vera komin í vinnuföt við innstimplun og nið- urfellingar á kaffitímum var dagvinnugrunnurinn hækkað- ur um ca. 10% sem hækkaði dagvinnulaun um sama hundr- aðshluta. Yfirvinna og aðrar álögur sem greiddar eru af dagvinnugrunni hækkuðu mun meira eða um ca 50% vegna þess hvað dagvinnugrunnur- inn var hækkaður mikið eins og áður hefur komið fram. Þessi samningur var gerður við Slippstöðina en önnur fyrirtæki á Norðurlandi og víðar hafa greitt laun samkvæmt honum þótt þau séu ekki formlegir aðil- ar að honum. Það er við þenn- an samning sem vélfræðing- arnir hjá virkjunum miða sín laun Sé aftur á móti tekið mið af launatöflu í hinum almenna málmiðnaðarsamningi hafa virkjanavélfræðingar heldur bætt sinn hlut en vafalítið eru það ekki margir málmiðnaðar- menn sem taka laun sam- kvæmt honum án yfirborgana í einhverri mynd í því þenslu- ástandi sem nú ríkir á vinnu- markaði, en vélfræðingar hjá Landsvirkjun hafa aldrei notið yfirborgana. i Ijósi þessa er óánægja þeirra mjög eðlileg, á meðan slíkt þensluástand var- ir. Virkjunarmenn velta því fyrir sér hvernig þeir geti tryggt með samningi að launin þeirra taki mið af því sem er að gerast á hinum almenna vinnumarkaði og hafa í því sambandi velt upp ýmsum hugmyndum, sem að vísu byggjast allar á þeirri meg- inforsendu að launaskriðið á almenna vinnumarkaðinum sé mælt og breytingarnar yfir- færðar til þeirra. Til þess að koma því ákvæði inn í samn- inginn þarf vilja beggja samn- ingsaðila en hingað til hafa talsmenn Landsvirkjunar ekki haft áberandi vilja til þess. Vegna mikilvægi starfa sinna hafa vélfræðingar hjá Landsvirkjun ekki verkfallsrétt. Þess í stað eru kjör þeirra tengd kjörum starfandi vélfræðinga hjá Áburðarverksmiðjunni og Sementsverksmiðjunni. Við báðar þessar verksmiðjur hef- ur verið tekið upp afkastakvetj- andi launakerfi sem fært hefur viðkomandi allt að 20% hækk- un heildarlauna. Landsvirkjun hefur hafnað í öllum megin- atriðum að yfirfæra þær launa- breytingar sem hlotist hafa af Helgi Laxdal formaöur Vélstjórafélags íslands Nokkrir af starfsmönn- um Kröfluvirkjunar fyrir utan mötuneytið með stöðvarhúsið í baksýn. Frá vinstri: Sturla F. Birgisson, verkamaður, Stefán Stefánsson, bíl- stjóri, Þétur Ingvason, vélfræðingur, Stefán Þórhallsson, vélfræö- ingur, og Rögnvaldur E. Sigurðsson, gufuveitu- stjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.