Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 35
NVJUMGAR
TÆKNI
, -J A y I .-a
A -n y f ^ r ní
Mynd nr. 3
Stútur „X“ tengist þjöppunni
en stútur „Y“ tengist kælikerf-
inu. Stútur „Z“ er geröur fyrir
mælingar og áfyllingar, hann er
lokaður þegar lokaspinnillinn
er alveg skrúfaður út (rangsæl-
is) en þá er fullopið frá kerfinu
inn á „X“ og þar með inn á
þjöppuna. Sé hinsvegar spinn-
illinn skrúfaður alveg í botn
(réttsælis) er alveg lokað fyrir
stút „X“ en fullopið frá kerfinu
inn á stút „Z“. Stútur,, Z“ er út-
búinn með botnró og skal hún
ávallt vera hert á stútinn í
venjulegum rekstri.
Mynd nr. 4 sýnir hefðbundna
útfærslu mælabrettis.
Stúturinn sem merktur er
„low side port“ eða stundum
með bókstafnum „L“ er til að
tengja við lágþrýstihlið kerfis-
ins. Stúturinn sem merktur er
„high side port“ er til að tengja
við háþrýstihlið kerfisins og til-
svarandi mælir, „high pressure
gauge“, er háþrýstimælirinn. Af
myndinni má sjá að mælarnir
eru þannig tengdir mælabrett-
inu að þeir sýna ávallt þrýsting-
inn sem ríkir við fyrrnefnda,, H“
og „L“ stúta, óháð stöðu lok-
anna sem merktir eru á teikn-
ingu „hand valve“.
Nú skal aftur vikið að mynd nr.
2.
Slöngur og
mælabretti lofttæmd
Opnið lokana „C“ og „D“.
Slöngurnar 1 og 3 skal tengja
eins og sýnt er en ekki skal
herða tengingarnar við þjöpp-
una. Tengið slöngu 2. Opnið
lokann „G“ og leyfið loftinu að
streyma út um lausu tenging-
arnar við þjöppuna. Haldið
þessu áfram í nokkrar sek.
þannig að slöngur og mæla-
bretti séu tryggilega lofttæmd
og herðið síðan slöngutengin
við þjöppuna.
Mæling á þrýstingi
Hafið lokana „C“ og „D“ lok-
aða og slöngurnar 1 og 3
tengdar og lofttæmdar eins og
lýst var hér á undan. Skrúfið
spinnlana í lokunum „L“ og „H“
örlítið inn. Lesið þrýstinginn af
mælunum.
Kælimiðli bætt á
kælikerfi
Eftir að lofttæming hefur far-
ið fram eins og lýst var hér á
undan skal lokunum „C“ og „D“
lokað. Athugið að örugglega sé
um réttan kælimiðil að ræða.
VÍKINGUR 35