Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 39
Fra forystunni Viðbrögð við grein Sigurbjörns Guðmundssonar í 7. tbl. Víkingsins í síðasta tölublað Víkingsins (7.tbl. ’88) skrifar Sigurbjörn Guðmundsson stýrimaður grein í greinaflokkinn „Hér og nú“ sem nefnist „Grafartaka at- vinnunnar". Þar kemur eftirfar- andi fram: „Greinar undirritaðs um skattamál norskra og danskra farmanna er hann birti í dag- blöðum urðu að einhverri mestu kjarabót sem íslenskir sjómenn hafa náð fram á seinni árum og voru greinarnar notað- ar sem handbók við samning- ana við ríkisvaldið". Þar sem undirritaður annað- ist þessa samninga að mestu leyti sem voru fyrst og fremst við þáverandi fjármálaráð- herra, Albert Guðmundsson, tel ég rétt að staðreyndir máls- ins komi fram. Um alllangt skeið hafa sjómenn notið skattaívilnana, sem voru í upp- hafi föst krónutala á dag og miðaðist dagafjöldinn við þá daga sem viðkomandi taldist stunda sjómannastörf. Á árinu 1972 fengu fiskimenn þessu til viðbótar að draga ákveðna prósentu af launum frá tekjum áður en skattur var lagður á. í upphafi var um að ræða 8%. Á árinu 1984 var samið við Albert Guðmundsson þáverandi fjár- málaráðherra um að farmenn nytu einnig þessa frádráttar sem þá var orðinn 10%. í samn- ingum við fiskimenn á sama ári hækkaði þessi frádráttur í 12% en gengið hafði verið frá því við Albert og fleiri ráðherra að far- menn myndu fylgja fiskimönn- um yrði breyting á þeirra frá- drætti. Af þessu sést að sam- komulag um skattamál farmanna fólst eingöngu í því að farmenn og fiskimenn sætu við sama borð skattalaga. Full- yrðing Sigurbjarnar Guð- mundssonar um norræna fyrir- mynd og afskipti hans af þessu máli eru ekki í samræmi við raunveruleikann. Helgi Laxdal varaforseti FFS Athugasemdir stjórnar Stýrimanna- félags íslands Sigurbjöm Guðmundsson stýrimaður og fyrrverandi vara- formaður Stýrimannafélags ís- lands (SÍ) skrifar grein í 7. tbl. Sjómannablaðsins Víkings 1988, undir yfirskriftinni „Graf- artaka atvinnunnar". Eftir heiti greinarinnar mætti ætla að hún fjallaði um atvinnu- mál þeirrar stéttar sem Sigur- björn hefur kennt sig við. Þegar lengra er lesið kemur hinsveg- ar allt annað í Ijós. Atvinnumálin eru aðeins not- uð sem yfirskin til að koma höggi á SÍ og stjórn þess. Fyrir þá sem ekki vita er nauðsyn- legt að geta þess að varafor- maðurinn sem Sigurbjörn talar um er hann sjálfur. Þar sem Sigurbjörn kýs að gera að umtalsefni ástæður þess að hann sagði af sér vara- formennsku í SÍ og á þann hátt sem hann gerir verður ekki hjá því komist að skýra þau mál nokkuð hér. Upphaf þessa máls má rekja til ársins 1982 en í byrjun þess árs ásakaði Sigurbjörn sam- starfsmann sinn um að hafa breytt farþegabókhaldi sem Sigurbjörn hafði fært um borð í m/s Akraborg þar sem hann var þá stýrimaður. Starfsmaður SÍ kannaði þessi gögn og gat ekki séð að um misferli væri að ræða, heldur smávægilegar leiðréttingar á villum. „Fölsunarmár þetta, eins og Sigurbjörn nefndi það, kom að tilhlutan Sigurbjörns til um- ræðu á stjórarfundi félagsins 23. nóv. 1982. Stjórnin taldi sér ekki fært að taka þetta mál uppá sína arma. Enda virðist augljóst að rétta leiðin væri að kæra mál af þessu tagi til réttra yfirvalda. AKHAHOHG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.