Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 46
Björgvin guðfaðir Björgvins Björgvin Jónsson hand- leikur kampavínið í þann mund sem hann gefur skipinu nafn. Þann 16. júlísl. afhenti skipa- smíðastöðin í Flekkefjord í Nor- egi Útgerðarfélagi Dalvíkinga nýjan togara sem hlaut nafnið Björgvin. ( blaðinu Fiskaren er það talið til tíðinda að nafngjafi skipsins var aldrei þessu vant af karlkyni, Björgvin Jónsson stjórnarformaður Útgerðarfé- lagsins. Vanalega eru það kon- ur sem fá heiðurinn af því að brjóta kampavínsflöskuna á stefni skipa og gefa þeim nafn. Björgvin var svo sem ekki illa að þvi kominn að gefa nafna sínum nafn. Hann hóf sjó- mannsferil sinn fyrir ríflega sex áratugum eða árið 1925, þá á fimmtánda ári. Fyrir réttum þrjátíu árum stofnaði Björgvin Útgerðarfélag Dalvíkinga ásamt Sigfúsi Þorleifssyni, Dal- víkurbæ og KEA. Hann var skipstjóri á Björgvini elsta frá 1959 til ársloka 1965 þegar hann fór í land og gerðist fram- kvæmdastjóri félagsins. Því Nýi Björgvin við bryggju í Flekkefjord. Aftan við hann sést í gamla Björgvin sem sama skipasmíðastöð afhenti árið 1974. starfi gegndi hann til 1983 en síðan hefur hann verið stjórnar- formaður. Nýja skipið leysir Björgvin eldri af hólmi og er í alla staði hið glæsilegasta. Það er 50 metra langt og búið tækjum til að fullvinna aflann um borð. ( skipinu er plötufrystir sem af- kastar 40 tonnum á sólarhring. Aðbúnaður skipshafnar er góð- ur, rúm eru fyrir 24 skipverja í eins og tveggja manna klefum og fylgir salerni og bað hverjum klefa. Og að sjálfsögðu er skip- ið búið fullkomnum tækjum í brú og vélarrúmi. Vélin er 2.500 hestöfl og getur gengið hvort sem er á dísilolíu eða svartolíu. Að sögn Björgvins hefur rekstur skipsins gengið vel síð- an það kom heim í sumar. „Það fylgja nýjum skipum alltaf ein- hverjir barnasjúkdómar en það er varla orð á þeim gerandi í þessu tilviki. Skipið hefur verið á venjulegu bolfiskiríi og geng- ið ágætlega. Hins vegar hefur Björgvin ekki nógu mikinn kvóta, ætli það séu eftir nema svona 500 tonn og það dugir ekki nema fram í nóvember. Þetta er töluverður vandi hér á Dalvík því mestallur flotinn er að verða búinn með kvótann." — Hvað er hægt að gera í því? „Það er nú ekki margt. Stærri togararnir tveir eru á sóknar- kvóta og mega því ekki kaupa viðbótarkvóta. Það geta þeir minni gert en það er orðið svo dýrt að kaupa kvóta að í því er engin glóra, í það minnsta ekki fyrir útgerðina," sagði Björgvin. Skipstjóri á nýja Björgvin er Vigfús R. Jóhannesson og 1. vélstjóri Hafsteinn Kristinsson. - ÞH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.