Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 48
SKRAPIÐ Bæklingur um stööugleika fiskiskipa 48 VÍKINGUR SERRIT SIGLINGAMÁLA- STOFNUNAR RÍKISINS Siglingamálastofnun ríkisins hefur gefiö út nokkra fræðslu- bæklinga um öryggi sjófar- enda. Nú erfjórði bæklingurinn kominn út og nefnist hann „Kynning á stöðugleika fiski- skipa“. í formála að bæklingnum segir Magnús Jóhannesson sigl- ingamálastjóri ma.: „Stöðugleiki er tvímælalaust einn mikilvægasti öryggisþátt- ur hvers fiskiskips. Þrátt fyrir að í umræðum um öryggi fiski- skipa verði mönnum oft tíðrætt um þann öryggis- og björgun- arbúnað, sem í skipunum er, þá skipta hinar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn slysum að sjálf- sögðu höfuðmáli og besta björgunartækið hlýtur ávallt að vera skipið sjálft. Fjölmörg fiskiskip hafa farist með þeim hætti að þeim hefur hvolft, oft með hörmulegum af- leiðingum, og hefur ófullnægj- andi stöðugleika verið kennt um. Stöðugleiki skips er breyti- legur, að hluta til er hann inn- byggður í skipið og að hluta til háður þeim almennu varúðar- ráðstöfunum, sem áhöfnin ger- ir við daglega vinnu sína eins og við hleðslu skipsins, sjóbún- að, frágang farms og veiðar- Guðrún Friðgeirsdóttir, nýróð- inn skólastjóri Bréfaskólans. hefja nám hvenær sem er og engin inntökuskilyrði eru í skól- ann. Alls býður skólinn upp á 40 námsgreinar og eru tungu- málin fyrirferðarmest af þeirri ástæðu að þau njóta mestra vinsælda. En það er einnig hægt að læra ýmsar aðrar greinar, svo sem bókfærslu, KYNNING Á STÖÐUGLEIKA FISKISKIPA Nýr skólastjórí Bréfaskólans Skólastjóraskipti hafa nú orðiö í Bréfaskólanum en FFSÍ á aðild að honum í félagi við ýmis önn- ur fjöldasamtök. Birna Bjarna- dóttir sem hefur verið skóla- stjóri í áratug hefur látið af störf- um en ( hennar stað var ráðin Guörún Friðgeirsdóttir kennari og námsráðgjafi. Bréfaskólinn er opinn allt ár- ið fólki á öllum aldri. Hægt er að Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. færa svo og almenna forsjálni við siglingu skips“. Bæklingurinn er unninn í samráði við Stýrimannaskól- ana í Reykjavík og Vestmanna- eyjum. Hann er 36 bls. að stærð og í honum er leitast við, í máli og myndum, að skýra nokkur grundvallaratriði stöð- ugleika skipa og helstu þætti sem áhrif geta haft á hann. Eins og fram kom hefur Sigl- ingamálastofnun ríkisins áður gefið út bæklinga um notkun gúmmíbjörgunarbáta, björgun úr köldum sjó og lækninga- handbók fyrir sjófarendur. Fleiri bæklingar eru í undirbún- ingi en sérstök fjáröflun sem Öryggismálanefnd sjómanna stóð fyrir árið 1986 gerir þessa útgáfustarfsemi mögulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.