Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 26
FRÍVAKTIM 26 VÍKINGUR Þessi gerðist í Hallormsstað- arskógi um síðustu verslunar- mannahelgi og hún er víst al- veg dagsönn. Það var eitt kvöldið um helgina að tveir menn úr fíkniefnalögreglunni sátu yfir kaffibollum á hótelinu á Hallormsstað, sem er tiltölu- lega stutt frá Atlavík þar sem haldin var mikil hátíð. Þá grilla þeir í húminu í mannaferðir í skóginum, sem þeir töldu sér skilt að athuga nánar, starfs slns vegna. Þeir læddust eins og indján- ar um skóginn þar til þeir voru komnir all nærri fólkinu, sem reyndist vera pilturog stúlka og voru ekki sjáanlegar í farteski þeirra aðrar nautnasprautur en sú sem piltinum var ásköpuð, en hins vegar var hann sýni- lega að búa sig undirað stinga henni í stúlkuna, með fullu samþykki hennar, enda voru þau orðin æði klæðlítil á neðri hluta líkamanna. En rétt þegar stúlkan var í það mund að taka á móti sprautunni áttaði hún sig á að hún þurfti að fá svar við einni spurningu áður en lengra væri haldið, dró sig örlítið frá og spurði: — Heyrðu, ertu að sunnan? Svo var hún tilbúin. Það var kelling sem átti að bólusetja. En þegar læknirinn ætlaði að stinga sprautunni í handlegginn á henni sagði hún þvert nei — hennar beið svo mikill þvottur og skúringar að hún mátti ekki við að verða illt í handleggnum. Jæja, þá vildi læknirinn sprauta hana i lærið. Baðst kella eindregið undan því, vegna þess að hún þurfti að hlauþa og hoppa svo mikið heima á bænum að það var úti- lokað að verða fótlama. — En ég sit voða lítið, sagði hún. Slökkviliðsstjórinn stóð fyrir framan hóp blaðamannna sem vildi vita allt um stóra brunann. — Hvað brunnu margir inni?, spurði einn blaðamann- anna. — Ekki einn einasti, svaraði stjórinn hreykinn. — En — en hafa ekki fundist fimm lík írústunum?— Þeir drukknuðu...! — Svenni.skammastuþín, sagði frúin og tók andköf. Svona máttu ekki kyssa á hönd borðdömunnar þinnar. — Nei, ég veit það, svaraði Svenni, en það hefur gleymst að láta mig fá servíettu. Sú dökkbláa Samkeppnin er hörð í flestum arðvænlegum at- vinnugreinum, og víst ails ekki síst í þeirri sem löngum hefur verið talin sú elsta. Því var það fyrir nokkrum árum að ein sænsk starfsstúlka í þeirri grein vildi gera vinnusvæðið meira spennandi en hjá keppi- nautunum og léttattóvera mynd af Palme innanlær- is vinstra megin en Feldin hægra megin. Þetta jók viðskiptin talsvert, þang- að til hún flutti til Dan- merkur og fór að starfa þar. Svíum þótti skolli góð uppbót á aðra án- ægju að athafna sig á milli þessara pólitfsku and- stæðinga, en Danir könn- uðust lítið við þá heiðurs- menn. Þá fann daman upp á því að gera kunnugt að sá sem þekkti annan hvorn fengi ókeypis þjónustu í það sinn. Þetta jók við- skiptin verulega, og kúnnarnir þekktu fæstir þessa karla svo tekjurnar ruku upp. Svo kom einn slompað- ur Dani og vildi reyna á þekkingu sína. Hann horfði lengi og reyndi að koma myndunum í fókus, en sagði svo: „Nei, þessa tvo þekki ég ekki, en sá í miðjunni er sko Anker Jörgensen". Frú Fríða er orðin ekkja, en hún fær stundum dálítið skrítn- ar hugmyndir. Nú er hún farin að taka pilluna og hún segir að það sé til að eignast ekki fleiri barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.