Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Side 26
FRÍVAKTIM 26 VÍKINGUR Þessi gerðist í Hallormsstað- arskógi um síðustu verslunar- mannahelgi og hún er víst al- veg dagsönn. Það var eitt kvöldið um helgina að tveir menn úr fíkniefnalögreglunni sátu yfir kaffibollum á hótelinu á Hallormsstað, sem er tiltölu- lega stutt frá Atlavík þar sem haldin var mikil hátíð. Þá grilla þeir í húminu í mannaferðir í skóginum, sem þeir töldu sér skilt að athuga nánar, starfs slns vegna. Þeir læddust eins og indján- ar um skóginn þar til þeir voru komnir all nærri fólkinu, sem reyndist vera pilturog stúlka og voru ekki sjáanlegar í farteski þeirra aðrar nautnasprautur en sú sem piltinum var ásköpuð, en hins vegar var hann sýni- lega að búa sig undirað stinga henni í stúlkuna, með fullu samþykki hennar, enda voru þau orðin æði klæðlítil á neðri hluta líkamanna. En rétt þegar stúlkan var í það mund að taka á móti sprautunni áttaði hún sig á að hún þurfti að fá svar við einni spurningu áður en lengra væri haldið, dró sig örlítið frá og spurði: — Heyrðu, ertu að sunnan? Svo var hún tilbúin. Það var kelling sem átti að bólusetja. En þegar læknirinn ætlaði að stinga sprautunni í handlegginn á henni sagði hún þvert nei — hennar beið svo mikill þvottur og skúringar að hún mátti ekki við að verða illt í handleggnum. Jæja, þá vildi læknirinn sprauta hana i lærið. Baðst kella eindregið undan því, vegna þess að hún þurfti að hlauþa og hoppa svo mikið heima á bænum að það var úti- lokað að verða fótlama. — En ég sit voða lítið, sagði hún. Slökkviliðsstjórinn stóð fyrir framan hóp blaðamannna sem vildi vita allt um stóra brunann. — Hvað brunnu margir inni?, spurði einn blaðamann- anna. — Ekki einn einasti, svaraði stjórinn hreykinn. — En — en hafa ekki fundist fimm lík írústunum?— Þeir drukknuðu...! — Svenni.skammastuþín, sagði frúin og tók andköf. Svona máttu ekki kyssa á hönd borðdömunnar þinnar. — Nei, ég veit það, svaraði Svenni, en það hefur gleymst að láta mig fá servíettu. Sú dökkbláa Samkeppnin er hörð í flestum arðvænlegum at- vinnugreinum, og víst ails ekki síst í þeirri sem löngum hefur verið talin sú elsta. Því var það fyrir nokkrum árum að ein sænsk starfsstúlka í þeirri grein vildi gera vinnusvæðið meira spennandi en hjá keppi- nautunum og léttattóvera mynd af Palme innanlær- is vinstra megin en Feldin hægra megin. Þetta jók viðskiptin talsvert, þang- að til hún flutti til Dan- merkur og fór að starfa þar. Svíum þótti skolli góð uppbót á aðra án- ægju að athafna sig á milli þessara pólitfsku and- stæðinga, en Danir könn- uðust lítið við þá heiðurs- menn. Þá fann daman upp á því að gera kunnugt að sá sem þekkti annan hvorn fengi ókeypis þjónustu í það sinn. Þetta jók við- skiptin verulega, og kúnnarnir þekktu fæstir þessa karla svo tekjurnar ruku upp. Svo kom einn slompað- ur Dani og vildi reyna á þekkingu sína. Hann horfði lengi og reyndi að koma myndunum í fókus, en sagði svo: „Nei, þessa tvo þekki ég ekki, en sá í miðjunni er sko Anker Jörgensen". Frú Fríða er orðin ekkja, en hún fær stundum dálítið skrítn- ar hugmyndir. Nú er hún farin að taka pilluna og hún segir að það sé til að eignast ekki fleiri barnabörn.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.