Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 30
Benedikt H. Alfonsson Jóhannsson 30 VÍKINGUR MyJUIiGAR GBfTÆKNI Nútíma gangráðar (stillar) við dísilvélar í 5. tölublaði Víkingsins “88 var fjallað um stilla, fyrir aðal- vélar í skip, frá fyrirtækinu Woodward. Þar sem nú virðist mjög fara í vöxt að notaðir séu rafeindastillar með þrýstivökva bakstilla (back-up governor), bæði við hæggengar og með- algengar vélar, skal hér reynt að útskýra þann þátt nokkuð nánar og rifjuð upp helstu atriði varðandi starf nútíma gang- hraðastilla við dísilvélar. skynjurunum fer síðan inn á einingu sem velur úr hærra merkið (H-valliði) og breytir púlsunum sem koma frá skynj- urunum í jafnspennumerki. Á mynd nr. 1 er þessi eining köll- uð „f/u CONV & MAX SEL- ECTOR“. Öryggisástæður ráða því að notaðir eru tveir skynjarar þannig að ef annar bilar og sendir ekkert merki frá sér velur einingin merkið frá hinum skynjaranum og sendir Eins og áður er sagt fer raungildismerkið frá fyrrnefndri einingu að samanburðarþætti (summuþætti) PID-stillisins þar sem það er borið saman við kjörgildi snúningshraðans (SPEED SETTING SIGNAL). Inn á samanburðarþátt stillis- ins geta komið fleiri inntök (AUXLIARY SIGNAL) eins og snúningshraðafallsmerki vegna samkeyrslu véla, stöðv- un vélar og fl.. Mynd nr. 1 Rafeindastillirinn Mynd nr. 1 sýnir riss af stilli- búnaðinum og hvernig hann tengist dísilvélinni sem í þessu tilviki er meðalgeng dísilvél. Tveir segulskynjarar (SPEED SENSORS) eru staðsettir við tannkrans á kasthjóli og gefa þeir upplýsingar um snúnings- hraðann (raungildi stilltu stærðarinnar). Merkið frá það að samanburðarþætti still- isins. í rafeindastillum sem aðeins notast við einn skynjara hefur bilun í skynjara óhjá- kvæmilega í för með sér að vél- in stöðvast, annaðhvort vegna þess að vélin fer á yfirsnún- ingshraða og yfirsnúnings- hraðavörn slær vélinni út eða þá að sérhannaður búnaður í stillinum merkir bilun í skynjara og setur olíugjöf á núll. Auk þess sem raungildis- merkið fer að PID-stillinum er það einnig leitt að einingu sem kölluð er „TORQUE & SMOKE FUEL LIMITERS". Þessi ein- ing grípur fram fyrir hendurnar á stillinum og setur takmörkun (þak) á hámarksölíugjöfina og ver vélina hitayfirlestun og sót- myndun. Annarsvegar er forrit- uð hámarksolíugjöf (hámarks- snúningsvægi) sem fall af snúningshraðanum og hins- vegar hámarksolíugjöf sem fall af skolloftsþrýstingnum enda má sjá á mynd nr. 1 að mæling á skolloftsþrýstingi vélarinnar fer að fyrrnefndri einingu. Nán- ari útskýring á þessu atriði kemur fram í 5. tölublaði Vík- ingsins '88. Merkið frá þættinum sem fjallað var um hér að ofan og frá PID-stillinum sameinast inn á L-valliöa sem á teikningunni ber heitið „LOW SIGNAL SES- ECTOR“ en hann gefur lægra merkinu forgang. Síðan fer merkið að spennu og straum mögnunarbúnaði (ACTUA- TOR CONTROL, CURRENT DRIVER). Þegar hingað er komið yfirgefur merkið hinn eiginlega rafeindastilli (EL- ECTRONIC SPEED GO- VERNOR) og fer að stöðugjaf- anum á vélinni (ACTUATOR).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.