Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 17
Vonirnar 1985 voru aðeins skoðaðir á milli 300 og 400 bátar en i fyrra skoðuðum við um 1300 báta. Við höfum lagt okkur mjög fram um að ná til eigenda minni báta, ræða við þá og útskýra fyrir þeim kröfur okkar. Það gef- ur augaleið að það er mikilvægt að sjómenn geri sér grein fyrir því hvers vegna öryggisregl- urnar eru settar og hver til- gangurinn með þeim er. Oft á tíðum eru menn að fjargviðrast út af því sem Siglingamála- stofnunin gerir. Þegar hinsveg- ar er farið að ræða við menn kemur oftast í Ijós að andstaða þeirra er á misskilningi byggð og augu þeirra opnast. Ég hef gert nokkuð af því að fara um landið og ræða við karlana. Ég fór í fyrra t.d. um Norðurland og Austurland og á dögunum átti ég fundi með sjómönnum á N- Austurlandi, Þórshöfn og Rauf- arhöfn, þar sem þessi atriði voru rædd. Ég þykistfinnaauk- inn áhuga hjá sjómönnum fyrir öryggismálunum, þótt ég hafi ef til vill ekki nægan saman- burð til að byggja á. Ég held að það sé að eiga sér stað ákveð- in hugarfarsbreyting hjá mönn- um varðandi þessi mál. Það er enginn vafi á því að aukin um- fjöllun fjölmiðla um öryggismál- in hefur verið til góðs. Ég tel líka að öll málefnaleg gagnrýni á okkur, sem að þessu vinnum, sé til góðs.“ — Hvað hefur verið aðal verkefnið hjá Siglingamála- stofnun undanfarið? „Skoðun smábátanna hefur að sjálfsögðu verið mjög stórt og viðamikið verkefni enda um stóran flota að ræða og þar hef- ur vöxturinn verið mestur sl. 2 - 3 ár. Við höfum bæði reynt að gera hlutina vel og beita hag- ræðingu þannig að kostnaður- inn sé í lágmarki. Þetta er samt sem áður kostnaðarsamt því hér er ekki um að ræða skoðun eins og á bílum, þar sem mönn- um er bara skipað að mæta á ákveðinn stað á ákveðinni stundu. Við verðum að semja okkur að þörfum eigenda bát- anna og reynum að ná sam- vinnu við þá um að við getum komið á staðina og skoðað helst stærstan hluta bátanna á viðkomandi stað á sama tíma. Þetta er þeim mun nauðsyn- legra, þar sem við höfum farið út í hreina atvinnumennsku hjá skoðunarmönnum. Hér áður fyrr vorum við með lausráðna skoðunarmenn á hverjum út- gerðarstað. Það var oft erfitt þar sem þessir menn voru í öðrum störfum og höfðu því ekki sömu tök á að kynna sér allar okkar reglur. Það orsakaði svo ósamræmi í eftirlitinu. Nú eru skoðunarmennirnir nær all- ir fastráðnir. Þeir eru að vísu færri en áður var og þess vegna er samvinna við trillu- karlana nauðsynleg. Á móti Hagstofa tsiands Besta lesning til sjós Kosningaskýrslur 1874-1987 Hagstofan hefur gefið út allar skýrslur sem gerðar hafa verið um kosningar til alþingis og sveitarstjórna, forsetakjör og þjóð- aratkvæðagreiðslur á þessu tímabili. Skýrslurnar eru ljósprent- aðar í tveimur bindum og eru 1.160 blaðsíður. Kosningaskýrslur 1874-1987 eru til sölu á Hagstofu íslands, hjá Bókabúð Lárusar Blöndals, Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar, og Bókabúð Máls og menningar og kosta 4.800 kr. með söluskatti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.