Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Side 17
Vonirnar 1985 voru aðeins skoðaðir á milli 300 og 400 bátar en i fyrra skoðuðum við um 1300 báta. Við höfum lagt okkur mjög fram um að ná til eigenda minni báta, ræða við þá og útskýra fyrir þeim kröfur okkar. Það gef- ur augaleið að það er mikilvægt að sjómenn geri sér grein fyrir því hvers vegna öryggisregl- urnar eru settar og hver til- gangurinn með þeim er. Oft á tíðum eru menn að fjargviðrast út af því sem Siglingamála- stofnunin gerir. Þegar hinsveg- ar er farið að ræða við menn kemur oftast í Ijós að andstaða þeirra er á misskilningi byggð og augu þeirra opnast. Ég hef gert nokkuð af því að fara um landið og ræða við karlana. Ég fór í fyrra t.d. um Norðurland og Austurland og á dögunum átti ég fundi með sjómönnum á N- Austurlandi, Þórshöfn og Rauf- arhöfn, þar sem þessi atriði voru rædd. Ég þykistfinnaauk- inn áhuga hjá sjómönnum fyrir öryggismálunum, þótt ég hafi ef til vill ekki nægan saman- burð til að byggja á. Ég held að það sé að eiga sér stað ákveð- in hugarfarsbreyting hjá mönn- um varðandi þessi mál. Það er enginn vafi á því að aukin um- fjöllun fjölmiðla um öryggismál- in hefur verið til góðs. Ég tel líka að öll málefnaleg gagnrýni á okkur, sem að þessu vinnum, sé til góðs.“ — Hvað hefur verið aðal verkefnið hjá Siglingamála- stofnun undanfarið? „Skoðun smábátanna hefur að sjálfsögðu verið mjög stórt og viðamikið verkefni enda um stóran flota að ræða og þar hef- ur vöxturinn verið mestur sl. 2 - 3 ár. Við höfum bæði reynt að gera hlutina vel og beita hag- ræðingu þannig að kostnaður- inn sé í lágmarki. Þetta er samt sem áður kostnaðarsamt því hér er ekki um að ræða skoðun eins og á bílum, þar sem mönn- um er bara skipað að mæta á ákveðinn stað á ákveðinni stundu. Við verðum að semja okkur að þörfum eigenda bát- anna og reynum að ná sam- vinnu við þá um að við getum komið á staðina og skoðað helst stærstan hluta bátanna á viðkomandi stað á sama tíma. Þetta er þeim mun nauðsyn- legra, þar sem við höfum farið út í hreina atvinnumennsku hjá skoðunarmönnum. Hér áður fyrr vorum við með lausráðna skoðunarmenn á hverjum út- gerðarstað. Það var oft erfitt þar sem þessir menn voru í öðrum störfum og höfðu því ekki sömu tök á að kynna sér allar okkar reglur. Það orsakaði svo ósamræmi í eftirlitinu. Nú eru skoðunarmennirnir nær all- ir fastráðnir. Þeir eru að vísu færri en áður var og þess vegna er samvinna við trillu- karlana nauðsynleg. Á móti Hagstofa tsiands Besta lesning til sjós Kosningaskýrslur 1874-1987 Hagstofan hefur gefið út allar skýrslur sem gerðar hafa verið um kosningar til alþingis og sveitarstjórna, forsetakjör og þjóð- aratkvæðagreiðslur á þessu tímabili. Skýrslurnar eru ljósprent- aðar í tveimur bindum og eru 1.160 blaðsíður. Kosningaskýrslur 1874-1987 eru til sölu á Hagstofu íslands, hjá Bókabúð Lárusar Blöndals, Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar, og Bókabúð Máls og menningar og kosta 4.800 kr. með söluskatti.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.