Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 41
Frá forystunni hvers eölis þau mál voru sem Sigurbjörn vildi aö SÍ heföi af- skipti af hans vegna. Ekki skal úr því dregið að margar blaðagreinar hefur Sig- urbjörn skrifað sem ætlaður hafa verið íslenskri farmanna- stétt til framdráttar. Hinsvegar kannast undirritaður ekki við að greinar sem hann skrifaði um skattamál sjómanna hafi verið notaðar „sem handbækur í samningum við ríkisvaldið". Til þess voru þær ekki fallnar af ýmsum ástæðum. Sigurbjörn segir að Sjó- mannafélag Reykjavíkur hafi lagt fram tillögu á sameiginleg- um fundi með Skipstjórafélagi íslands og Stýrimannafélagi ís- lands um að þessi félög bönn- uðu félagsmönnum sínum að starfa sem hleðslustjórar á leiguskipum útgerðanna en að þessari tillögu hafi verið hafn- að. Fróðlegt væri að vita hvað- an Sigurbjörn hefur þessa vitn- eskju. Þessi þrjú félög hafa ekki haldið neinn slíkan fund ein og sér og ekki er kunnugt um að slík tillaga hafi nokkursstaðar komið fram, þar sem þessi mál hafa verið til umfjöllunar. Enda er það hrein fjarstæða að stétt- arfélög geti bannað félögum sínum að taka að sér tiltekin störf eins og Sigurbjörn heldur í barnaskap sínum að mögulegt sé. Hinar raunverulegu ástæður fyrir því að íslenskum farskip- um hefur fækkað hin síðari ár verða ekki ræddar hér. En Ijóst er að þær eru af allt öðrum og alvarlegri ástæðum en Sigur- björn telur sér trú um. Sigurbjörn segir að 8 — 10 erlend kaupskiþ séu í leigu hjá skipafélögunum og „eðlilega" að mestu mönnuð erlendum áhöfnum. Hið rétta er að um það leyti sem grein Sigurbjarn- ar birtist voru leiguskip í föstum verkefnum 12 talsins, þar af voru 5 mönnuð erlendum áhöfnum en 7 voru þurrleigu- skip og mönnuð íslendingum, eitt af þeim siglir undir íslensk- um fána. í lok greinarinnar kemur fram hjá Sigurbirni að hann hefur af- ar litla trú á SÍ sem málsvara félaga sinna. Eins og Sigur- björn setur þetta fram er hér um hreinan rógburð að ræða. Þetta má nú segja að sé að kasta steini úr glerhúsi, ef haft er í huga að ekki er nema eitt og hálft ár liðið síðan Sigurbjörn stökk fyrir borð af skútunni vegna þess að hann taldi að félagsstjórnin stæði ekki með sér í erjum við starfsbræður sína. Hann hafði þá átt sæti í stjórn félagsins um árabil og verið varaformaður hin síðari ár án þess að vitað væri að þess- ar hugrenniningar bærust með honum. Mun líklegra til árangurs hefði verið að koma þessari skoðun áframfæri innan stjórn- arinnar eða á félagsfundum en á þann hátt sem hann gerir nú. Ekki er með þessum orðum verið að halda því fram að starf- semi SÍ sé hafin yfir alla gagn- rýni. Síður en svo. Án alls efa má þar margt betur fara og málefnalegar aðfinnslur eru af hinu góða, en órökstuddir sleggjudómar eins og Sigur- björn gerir sig sekan um að kveða upp hér verka neikvætt. Að framansögðu er þeim sem til þekkja látið eftir að meta stöðu Stýrimannafélags ís- lands meðal annarra stéttarfé- laga. F.h. Stýrimannafélags íslands, Guðlaugur Gíslason. Óskum eftir bát- um í viðskipti á vetrarvertíðinni. Starfrækjum: Frystihús Salfiskverkun Síldarverkun og fiskimjölsverksmiðju. Vinsamlegast leitið upplýsinga. BÚLANDSTINDUR H.F. Djúpavogi Sími 97-88880 VÍKINGUR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.