Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 16
Vonirnar
Magnús með bækling
um stöðugleika fiski-
skipa sem Siglinga-
málastofnun hefur gefið
út og verður dreift í öll
skip á næstunni.
16 VÍKINGUR
fengju alls konar öryggisút-
búnað um borð en létu hann
sig síðan litlu varða eftir það.
Heldurðu að slíkt kæruleysi
hafi minnkað?
„Ég held það og byggi þá
skoðun mína á viðræðum við
skipstjórnarmenn. Samt sem
áður hef ég of mörg dæmi um
hið gagnstæða, því miður. í
þessu sambandi er rétt að taka
fram að það er meira en bara
fræðsla um björgunarbúnað,
sem nýliðar um borð í skipun-
um þurfa að fá. Ég nefni sem
dæmi að tíðni vinnuslysa um
borð í fiskiskipum er allt of há.
Þar skortir á að menn séu upp-
fræddir eins og vera ber, því
slysatíðnin virðist hafa aukist.
Flest slysin virðast eiga sér
stað við meðhöndlun veiðar-
færa. Ég bendi á það að í sjó-
mannalögunum eru skýr fyrir-
mæli um skyldur skipstjóra að
leiðbeina nýliðum. Og þá ekki
bara um björgunar- og öryggis-
búnað, heldur líka um vinnuna
um borð. Ég hef ekki séð tölu-
legar staðreyndir en hef heyrt
að nýliðar lendi oftar í slysum
um borð í skipunum en vanir
sjómenn.
Úrvinnsla slysaskráningar
hér á landi hefur ekki verið
nægjanlega góð. Við erum að
gera okkur vonir um að á því
geti orðið breyting. Nýlega hef-
ur komið fram hugmynd um að
taka upp eitt slysaskráningar-
kerfi fyrir öll Norðurlöndin. Okk-
ur stendur til boða að nota kerfi
sem norska siglingamálastofn-
unin hefur útfært og notað í 5
ár. Það er nú verið að vinna að
því að gera á því þær breyting-
ar að Norðurlöndin öll geti not-
að það. Ég tel að það kæmi
okkur að ómetanlegu gagni að
geta veriö með, ekki aðeins til
að skrá betur og rannsaka slys
sem verða hér, heldur fengjum
við þar með aðgang að hlið-
stæðum upplýsingum frá hin-
um löndunum, til að nýta í for-
varnarstarfi."
Hin tíðu óhöpp smá-
báta
— Þegar bátum undir 10
lestum tók að fjölga svo um
munaði sagðir þú og raunar
fleiri að þetta væri skref aftur
á bak. Þróunin frá aldamót-
um hefði verið sú að bátarnir
stækkuðu og öryggið ykist.
Ertu enn sömu skoðunar eft-
ir fengna reynslu?
„Ég fæ ekki betur séð en að
þær áhyggjur sem ég lét í Ijós
þegar þessi þróun hófst hafi
ekki verið aö ástæðulausu. Tíð
óhöpp við ágætar aðstæður
hjá þessum trillum að undan-
förnu staðfesta það einmitt. Ég
get ekki sagt til um hvað veldur
þessum slysum en við þurfum
nauðsynlega að komast að því,
þótt við höfum blessunarlega
verið lausir við mannskaða í
þeim. Við tökum að sjálfsögðu
þátt í sjóprófum vegna þeirra
og rannsóknum og leggjum
okkur fram um að finna ástæð-
urnar. Þegar þær eru fundnar
notum við þær svo í tillögum
okkur til ráðherra varðandi
reglurgerðir til úrbóta."
— Hefur eitthvað sérstakt
komið fram í rannsóknum
ykkar til þessa?
„Nei, ekki ennþá. Það hefur
ekkert komið fram sem bendir
til þess að hönnun bátanna sé
ábótavant og að mínum dómi
hafa engar viðhlýtandi skýring-
ar komið fram á þessum
óhöppum. Því má ekki gleyma í
þessu sambandi að sumir af
þessum minni bátum eru ekki
skoðaðir. Ég er ekki að segja
að það hefði skipt sköpum ef
svo hefði verið, en þetta bendir
okkur eigi að síður á að enn
finnast menn sem ekki vilja
hlýta þeim lagaskyldum sem
þeim eru settar, það er að búa
skipin samkvæmt reglum og
láta skoða þau og ganga úr
skugga um að bátarnir séu rétt
út búnir.“
— En er ekki skylda að
koma með þessa báta til
skoðunar?
„Jú, mikil ósköp. Eigendum
skipa ber að koma með alla
báta niður að 6 metrum til skoð-
unar árlega. Þarna hefur samt
orðið veruleg breyting á. Árið