Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 50
Hcr oá nú
Andrea
Jónsdóttir
50 VÍKINGUR
Rod Stewart og The
Faces á myndbandi
Einu sinni voru Small Faces.
Forsprakki þeirra, Steve Marr-
iott, hætti í sveitinni 1969. Þar
meö vantaði þá gítarleikara og
uröu auk þess hálf söngvara-
lausir. Ekki leið þó á löngu uns
þeir fengu Ron Wood, núver-
andi Rolling-Stones-liðsmann,
til að taka að sér gítarhlutverk-
ið, en hann hafði verið bassa-
leikari í hljómsveit Jeffs Beck.
Jeff hafði einmitt verið að reka
hann úr sinni Grúppu. í samúð-
arskyni við Ron sagði söngvari
Jeffs upp störfum og hafði þar
að auki fengið samning sem
sólóisti hjá plötufyrirtækinu
Mercury... hann skrapp á æf-
ingar með Ron hjá Small
Faces, komst að þeirri niðurs-
töðu að hljómsveitin þarfnaðist
aðalsöngvara og ákvað þar
með að deila sér á milli hljóm-
sveitarinnar og sólóferilsins,
hvað hann og gerði næstu 5
árin...þessi góði strákur var
Rod Stewart. En þar sem þeir
Ronnie Wood og Rod Stewart
eru höfðinu hærri en hinir smá-
gerðu meðlimir Small Faces,
var ákveðið að fella niður fyrri
hluta nafns sveitarinnar.
Á þessu myndbandi, sem
gefið var út á þessu ári, eru
hljómleikaupptökurmeð Faces
teknar upp út um hvippinn og
hvappinn á árunum 1969 til
19074, og eru alveg afskaplega
skemmtilegar, enda þótt falskir
tónar komi í spilið af og til...ekki
síst hjá sólógítaristanum, jafn-
vel svo einu sinni að Rod lítur
undrandi um öxl...
Þær þjóðsögur sem alltaf
hafa gengið um Faces komast
til skila á þessu myndbandi,
þ.e.a.s. hversu skemmtilegt
hljómleikaband þessi kvintett
var; drengirnir, sjaldnast mikið
edrú, voru engu síður að
skemmta sér en hljómleika-
gestum. Útkoman varö eitt
stórt skemmtilegt partý, eða
eins og fótboltafríkið Rod
Stewart lýsti sjálfur hljómleik-
um Faces: „Ég held að enginn
komist nær því en við að vekja
svipaða stemmningu og heilt
fótboltalið, ef tekið er mið af
innlifun og undirtektum hljóm-
leikagesta".
Á umræddu myndbandi flytja
Rod Stewart og Faces 18 þekkt
lög úr pússi sínu, t.d. It’s all
over now, Gasoline Alley,
Maggie May, Stay with me,
Miss Judy's Farm, You wear it
well, Angel, Memphis Tennes-
see og Sweet little rock’n’rol-
ler...Keith Richard grípur með
þeim í gítarinn í Chuck Berry
lögunum. Það er indælis keim-
ur af þessum áfengisblandaða
rokkblús þeirra, og bætir geðið
að horfa á þessa óforbetran-
legu stráka sem virðast reynd-
ar aldrei ætla að vaxa upp úr
orðinu því; enda þótt þeir hafi
klippt smækkunarforskeytið af
nafni sínu er eins og það hafi
orðið áhrínisorð, á Rod Stewart
að minnsta kosti... en það er
önnur saga, og frekar fyrir slúð-
urdálka en tónlistar-.
Sögubrotum um hljómsveit-
Tónlist
ina er svo skotið inn af og til
neðanmyndar í snyrtilegum lín-
um — á ensku.
Madonna „lifandi“ á
Ítalíu
Það er ekki sama óreiða á
hlutunum hjá Madonnu og
Faces...reyndar engin óreiða,
nema hvað hún svitnar töluvert
í sífelldum dansi og fær greiður
lánaðar hjá hljómleikagestum
til að greiða rennblautt hárið frá
andlitinu.
Madonna er kannske ekki
meiriháttar söngkona, og fús er
maður til að trúa illum tungum
sem segja að hún hafi sungið
inn á hljómleikabandið síðar
meir í hljóðverL.en það gera jú
miklu fleiri en hún, og það verð-
ur ekki af henni skafið að hún er
afskaplega heillandi þarna á
sviðinu. Hún hefur líka samið
nokkur skrambi góð lög, eins
og La Isla Bonita, Live to tell og
Papa don’t preach...meðan
hún syngur það er stór mynd af
páfa sjálfum á tjaldi bakatil.
Auk áðurnefndra laga eru
þarna ein 13 til viðbótar og
hljómleikarnir standa í sirka
100 mínútur...harla hugguleg
uppákoma.