Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Page 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Page 46
Björgvin guðfaðir Björgvins Björgvin Jónsson hand- leikur kampavínið í þann mund sem hann gefur skipinu nafn. Þann 16. júlísl. afhenti skipa- smíðastöðin í Flekkefjord í Nor- egi Útgerðarfélagi Dalvíkinga nýjan togara sem hlaut nafnið Björgvin. ( blaðinu Fiskaren er það talið til tíðinda að nafngjafi skipsins var aldrei þessu vant af karlkyni, Björgvin Jónsson stjórnarformaður Útgerðarfé- lagsins. Vanalega eru það kon- ur sem fá heiðurinn af því að brjóta kampavínsflöskuna á stefni skipa og gefa þeim nafn. Björgvin var svo sem ekki illa að þvi kominn að gefa nafna sínum nafn. Hann hóf sjó- mannsferil sinn fyrir ríflega sex áratugum eða árið 1925, þá á fimmtánda ári. Fyrir réttum þrjátíu árum stofnaði Björgvin Útgerðarfélag Dalvíkinga ásamt Sigfúsi Þorleifssyni, Dal- víkurbæ og KEA. Hann var skipstjóri á Björgvini elsta frá 1959 til ársloka 1965 þegar hann fór í land og gerðist fram- kvæmdastjóri félagsins. Því Nýi Björgvin við bryggju í Flekkefjord. Aftan við hann sést í gamla Björgvin sem sama skipasmíðastöð afhenti árið 1974. starfi gegndi hann til 1983 en síðan hefur hann verið stjórnar- formaður. Nýja skipið leysir Björgvin eldri af hólmi og er í alla staði hið glæsilegasta. Það er 50 metra langt og búið tækjum til að fullvinna aflann um borð. ( skipinu er plötufrystir sem af- kastar 40 tonnum á sólarhring. Aðbúnaður skipshafnar er góð- ur, rúm eru fyrir 24 skipverja í eins og tveggja manna klefum og fylgir salerni og bað hverjum klefa. Og að sjálfsögðu er skip- ið búið fullkomnum tækjum í brú og vélarrúmi. Vélin er 2.500 hestöfl og getur gengið hvort sem er á dísilolíu eða svartolíu. Að sögn Björgvins hefur rekstur skipsins gengið vel síð- an það kom heim í sumar. „Það fylgja nýjum skipum alltaf ein- hverjir barnasjúkdómar en það er varla orð á þeim gerandi í þessu tilviki. Skipið hefur verið á venjulegu bolfiskiríi og geng- ið ágætlega. Hins vegar hefur Björgvin ekki nógu mikinn kvóta, ætli það séu eftir nema svona 500 tonn og það dugir ekki nema fram í nóvember. Þetta er töluverður vandi hér á Dalvík því mestallur flotinn er að verða búinn með kvótann." — Hvað er hægt að gera í því? „Það er nú ekki margt. Stærri togararnir tveir eru á sóknar- kvóta og mega því ekki kaupa viðbótarkvóta. Það geta þeir minni gert en það er orðið svo dýrt að kaupa kvóta að í því er engin glóra, í það minnsta ekki fyrir útgerðina," sagði Björgvin. Skipstjóri á nýja Björgvin er Vigfús R. Jóhannesson og 1. vélstjóri Hafsteinn Kristinsson. - ÞH

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.