Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 37
NýjUNGAR i Nýr sónar frá Simrad FS 3300 sónarinn frá Simrad gerir togaraskipstjórum fært aö stjórna nákvæmlega legu og staðsetningu vörpunnar bæði uppi í sjó og niðri við botn. Með FS 3300 og EQ 100 litaskján- um er hægt að sjá hvort varpan opnast eins mikið og ætlast er til, hvort fótreipið liggur rétt á botninum, hvort hlerarnir sitja rétt og hvort fiskurinn sem verður fyrir vörpunni fer inn í vörpuna en ekki yfir, undir eða út fyrir hana til hliðanna. FS 3300 er af gerðinni skanningsónar, vinnur á 330 KHz og sýnir skarpa og greini- lega mynd af umhverfi vörp- unnar í allt að 300 metra fjar- lægð til allra átta frá botnstykk- inu. Botnstykkið er fest á höfuðlínuna og má vera á allt að 650 metra dýpi. Það er 10 kg að þyngd, 85 x 40cm að flatar- máli og einn maður getur auð- veldlega aftengt það þegar varpan er tekinn inn fyrir. Þessi lykileining er einföld og sterk og að verðmæti 20% af verði alls búnaðarins. Á sjálfvirkri vökva- vindu um borð er rafmagns- kapall sem tengir höfuðlínu- botnstykkið litaskjá um borð. Kapallinn flytur rafmagn í botn- stykkið og merki frá því til baka. Kapallinn lyftir höfuðlínunni á flotvörpunni og eykur þannig vörpuopið um 10-15%. Um EQ 100 tekur viö merkjum frá FS 3300. K^TÆKNI borð er notaður litaskjár til að sýna dýpið bæði á venjulegan hátt og með tölum. Ef aflmælar eru á vörpunni kemur fram á skjánum hve mikill afli er kom- inn í vörpuna og hiti sjávarins á þvi dýpi sem höfuðlínan er. Til að skoða vörpuopið o.fl. er stillt á 360° polarscan. Komi í Ijós við þessa athugun að ekki sé allt í lagi með vörpuna er valinn tiltölulega þröngur geisli sem beint er að þeim stað á vörp- unni sem virðist í ólagi og hann stækkaður allt að 50 sinnum. Nákvæmni getur orðið allt að 10 cm og með þessari stækkun er jafnvel hægt að sjá hnútana á vörpunetinu. Þegar togað er á sandbotni og hlerarnir þyrla upp sandinum skiptir miklu að sandstraumurinn stefni beint á vörpuvængina svo að fiskurinn hrökkvi frá þeim inn í vörpuna. Komi í Ijós við athugun að sandstraumurinn stefnir ekki rétt við vængjunum sitja hler- arnir ekki rétt og þarf því að lagfæra það með því að slaka eða hífa vírana. Umboð fyrir Simrad hér á landi hefur Friðrik A. Jónsson, Skipholti 7, Reykjavík. Handavinna við stimpilkortin úr sögunni Stimpilklukka sem tengd er IBM PC samhæfðri tölvu er nú komin á markaðinn. Hér er um að ræða stimpilklukku frá ís- lenska fyrirtækinu Marel. Stimpilklukkan nefnist TR-22 skráningarstöðin og er sérstak- lega hönnuð fyrir tímaskráning- ar, verkskráningar, birgða- skráningar og framleiðslu- skráningar. Allar skráningar geta hvort sem er verið á skráðum tíma eða rauntíma, sé tíminn skráður merkir skráning- arstöðin það sérstaklega. Stimpilklukkan TR-22 hefur 19 innsláttartakka og 80 stafa skjá sem sýnir notandanum hverja skráningu. Starfsmaður þarf að slá inn starfsmannanúmer sitt (má vera allt að 10 stafa tala) en þá sýnir TR-22 nafn hans, hvaða verk hann er að vinna og í hvaða verk hann á að fara. Ef einhver skilaboð eru til hans fær hann þau um leið. Starfs- maður getur einnig sjálfur skipt um verk og búið til nýja skrán- ingu, t.d. ef hann hefur gleymt að skrá sig inn eða út. TR-22 geymir allar skráningar þótt raf- magnstruflanir verði og getur jafnvel unnið þótt rafmagnsbil- un verði. TR-22 má tengja við launakerfi eins og t.d. RT-laun, Stólpa og Rafreikni. TR-22 get- ur verið í allt að 1000 metra fjar- lægð frá móðurtölvu ef notuð er straumlínutenging en sé útstöð (modem) notuð skiptir fjar- lægðin engu máli. Marel h.f. framleiðir hugbúnað fyrir TR-22 sem heldur utan um starfsmannaskrár, tímaskrán- ingar og ýmsa aðra þætti sem nýtast notendum í margs konar uppgjör og yfirlit. Þar fyrir utan er notandanum gert auðvelt að nýta sér önnur forrit eða búa þau til sjálfur. Með viðeigandi forriti í móðurtölvunni eru möguleikar fyrir ýmisskonar uppgjör og yfirlit ótrúlega miklir. Gögn frá TR-22 færast þá beint yfir í launabókhald þar sem launagreiðslur starfsmanna eru reiknaðar út. Yfirlit yfir þá sem ekki eru komnir til vinna liggur fyrir um leið og vinnudag- urinn hefst og hvaða störfum þeir sinna sem komnir eru. Eins og áður er nefnt er fram- leiöandi Marel h.f., Höföa- bakka 9, Reykjavík Marel TR-22 skráningar- stöðin. VÍKINGUR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.