Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Síða 20
UMFERDARSEKTIR í ÚTLÖNDUM SEKTIR GETA AUÐVELDLEGA VELT FJÁRHAG ÞJÓÐARINNAR Við Islendingar ferðumst mikið á seinni árum ak- andi um Evrópu. Það er vissulega bæði skemmtilegur og þægilegur háttur á að ferðast, þar sem ferðafólkið ræður að mestu sjálft stefnu sinni, dagleið og næturstað. Möguleikarnir á ánægjulegu ferðalagi, akandi um ókunn lönd, eru allt að því ótæmandi, svo framarlega sem ferðalangar eru samstiga, bíllinn er góður og - ekki síst - lög og reglur gestgjafanna eru virt. Þetta síðast nefnda er þýð- ingarmikið, vegna þess að verði ökumaður staðinn að um- ferðarlagabrotum getur það sett fjárhagsáætlun ferðarinnar verulega úr skorðum, fyrir utan tafir og leiðindi sem málið getur haft í för með sér. Víðast hvar úti í hinum stóra heimi er til lítils að brosa blítt til lögreglunnar og hafa yfir afsakanir einsog; Ég vissi ekki um hraðamörkin - Ég leit ekki á mælinn - eða; Þetta var bara einn bjór. Ef maður vill samt sem áður taka áhættuna og setja sér sín- ar eigin reglur er vissara að hafa ávallt í vasanum sem svarar 20 þúsund krónum í gjaldeyri þess lands sem ekið er um. Það er nefnilega regla í langflestum löndum að inn- heimta sektir fyrir umferðar- lagabrot á staðnum og hafi ferðamaðurinn ekki peninga meðferðis, hættir hann á að bíllinn verði kyrrsettur þangað til hann hefur útvegað pening- ana. í sumum löndum læsir lög- reglan klossum á framhjól bíls- ins og tekur þá ekki af fyrr en sektin er borguð. Það á ekki síst við þegar lagt hefur verið ólöglega. Algengasta brotið er of hrað- ur akstur og víðast hvar er sekt- in fyrir það innan við kr. 20.000,oo. í Noregi kostar t.d. 20 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.