Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Síða 31
VÍSNAÞÁTTUR
BRYNHILDAR
(Þessi þáttur er birtur hér í heilu
lagi meö leyfi ritstjóra Víkur-
blaösins).
Hin aldni þulur Siguröur á
Núpum sendi Vísnaþætti þaö
sem hér fer á eftir:
Sigurjón Friðjónsson orti
kvæði þaö, sem fer hér á eftir.
Kom þaö út i einhverri Ijóðabók
eftir hann. Ég man ekki hvað
hann nefndi kvæöiö, en þaö er
skráð hér eins og þaö var num-
ið af máli manna, en ekki lært af
bók. Kvæöiö er svohljóðandi:
Einu sinni sá ég mey,
sídan henni gieymi ég ei.
Að henni hneigðist, eins og
gengur,
ástar minnar Ijósastrengur.
Og ég lagði hann yfir torg
inn í meyjar Ijósu borg.
Loks í hennar Ijósastæði
leiddi ég mína kveikiþræði.
Af alúð gerði ég öll mín skil,
aðalperuna lagði ég til.
Ljósin fullu á Ijósberanum
léku nú á slökkvaranum.
Allt kom mér að engu haldi,
af því hann var á svanna valdi.
Kvæði þett gaf Konráð Er-
lendsson út í svokallaðri „al-
þýöuútgáfu". Ekki var sú útgáfa
prentuð, en barst munnlega
milli manna og lærðu ýmsir. Sú
útgáfa var svohljóðandi:
Einu sinni sá ég mey,
Síðan henni gleymi ég ei.
Upp þá lyftist, eins og gengur,
ástar minnar gildi strengur.
Lagði ég minn lærabrokk
leynt á meyjar rekkjustokk
og hann fór í einni roku
inn að hennar buxnaloku.
Afalúð gerði ég öll mín skil—.
Eðlishvötina lagði ég til—
Skírlífið í skímunni fölu
skrimti á einni brókartölu.
Allt kom þó að engu haldi,
af þvf hún var á svanna valdi.
Þaö er mál manna, aö þegar
Egill Jónasson haföi lesið
kvæöi þetta, hafi hann ort eftir-
farandi erindi:
Sedda henti sorglegt slys,
við svanna fyrstu kynni.
Eyddi hann þá til ónýtis
aðalperu sinni.
Seddi greyið síðan má,
svona öðrum þræði,
stara votum augum á
opin Ijósastæði.
Ætli þaö þýði nokkuð aö
hvetja hagyrðinga?
Brynhildur
Matseðillinn sem hér fer á eftir barst inn á borð frívaktarskrif-
ara, eftir einhverjum torræðum leiðum. Enda þótt hann sé
greinilega saminn fyrir íslenskt þorrabiót, hefur höfundur
hans sýnilega verið undir miklum spánskum áhrifum, senni-
lega afieiðing suðrænnar barmenningar. Við birtum hann hér
til hjálpar þeim sem kunna að eiga eftir að halda þorrablót.
Verði ykkur að góðu.
‘Bloto de ríorres íZnno iqcjo
Carta de ‘Reltés
‘Prinw:
Suro Bringukolli de Animale
Secundo:
Brenndo Hauses de Rolla
‘Tcrtio:
Blod de Animales Tortures a Mjöle
Qualro:
Embaggo de Lundes
Qfiinto:
Hardo Fisces (Hango a Trano)
Sexto:
Confecto (Pungo la Mille Fotos de Hrutos)
Sctto:
Hvale (Multo Feito)
Octo:
Hacarles (Multo Fýlo)
SYovo:
Flesko Nikotino
‘D ecimo:
Kássa de Rofos
'Lllefo:
Kássa de Kartofles
•Tello:
Kaka Flata a Creme de Margarinos
‘Tretto:
Braut Bruno (Mucho Vindo)
'Extra:
Braut de Laufes (Afganges de Jólo)
‘Tinale:
Brenndo Vino de Stutes
Ca Cfief:
Bona Apetito
VÍKINGUR 31