Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Page 51
starfandi en þaö heföi í för meö sér óeðlilega þunga ræsingu. Mynd nr. 2 sýnir nánar hvernig þessu er komið fyrir. Auk þessa búnaöar þarf aö koma fyrir olíujöfnunarröri sem lagt er algerlega lárétt og tengir saman alla olíustútana á þjöpp- unum. Gildleiki rörsins er oft hafður í kringum 16 -19 mm. Þessari tengingu má einnig sjá á mynd nr. 2. í hinu sameiginlega þrýstiröri fyrir framan eimsvalann þarf að staðsetja smurolíuskilju sem skilar olíunni inn á sogrörið fyrir framan greinirör og er það mjög mikilvægt að olían komi inn þar en ekki beint inn á safn- greinina. Til að auðvelda útskipti á þjöppum er æskilegt að hafa loka á þrýstihlið hennar og soghlið og einnig væri æskilegt að hafa t.d. kúluloka á olíujöfn- unarrörinu við hverja þjöppu. í rekstri væri þó athugandi að læsa þessum lokum í opinni stöðu. Með þessu fyrirkomu- lagi væri mögulegt að skipta um þjöppu án þess að stöðva kerfið eða lofttæma það. Algengast er að sambyggð þjappa sé með beinni ræsingu. Til að minnka kraftaáhrif á vél- rænan búnað þjöppunnar er hún hengd upp í gorma í hús- inu, eins og áður var útskýrt, og einnig þarf hún að vera tengd botnplötunni gengum gúmmí- púða. Af þessum ástæðum þurfa allar röratengingar við þjöppurnar að fara um sveigj- anlega barka. Sé hinsvegar notast við mótstöðuræsingu minnkar straumtoppurinn og ræsing verður mun mýkri og þá óþarft að notast við gúmmí- púða undir þjöppurnar og barka. Notkun olíu- miðlunarkerfis Mynd nr. 4 sýnir hvernig ol- nyjUNGAR TÆKNI Sirctf/n/ frá yW/iisii/// ■ Ol/c//?aeJcxr Ojetjm/r. -í> \JL > i . 77 ; r thstit lí . -10] \ ygu^ O//'í/Z/oec/ars // /lcu'. ím OJ/u/ shihot Tenging þjappanna við sog- þrýstigrein skal framkvæmd eins og áður var lýst en í stað- inn fyrir olíujöfnunarrörið er sérhver þjappa útbúin með ol- íuhæðarstilli sem sér um að áv- allt sé rétt smurolíuhæð í sér- hverri þjöppu. Olíuhæðarstillarnir fá olíu frá olíuhæðargeymi en hann tekur við olíu frá smurolíuskilju eins og sést á mynd nr. 4 með þessu fyrirkomulagi er ekki nauðsynlegt að þjöppurnar séu staðsettar í sama lárétta plani en hinsvegar þarf olíuhæðar- geymirinn aö vera staðsettur hærra en þjöppurnar. Algengt er að þeir olíuhæð- arstillar sem notaðir eru þurfi lágmarks mismunaþrýsting 0,4 bör en hann má ekki fara yfir 2 bör. Til að tryggja þetta er kom- ið fyrir þrýstistilli sem hleypir gasi úr toppi olíugeymisins yfir í sogleiðsluna og stillir mismun- arþrýstinginn á 0,5 bar þ.e. að þrýstingurinn sé 0,5 bar hærri en þrýstingurinn í soglögn. Mik- ilvægt er að koma fyrir fínsíu í olíulögnina fyrir framan olíu- hæðarstillinn þannig að trygg- ara sé að nálarlokinn vinni rétt og æskilegt er að lokar séu sitt hvoru megin við stilli og síu til að auðvelda viðhald. Lokaorð Aðferðin sem byggir á olíu- jöfnunarröri er einfaldari og ódýrari og ætti því að velja hana að öllu jöfnu. Um borð í skipi er hinsvegar ekki um það að ræða að þjöppurnar geti starfað í láréttu plani og þarf því í því tilviki að velja olíumiðlunar- aðferðina. Það verður æ algengara að svona kerfum sé stýrt með tölvuforritum og skapast þá ýmsir möguleikar og má hér nefna eftirfarandi atriði: Taln- ing á keyrslutímum fyrir ein- stakar þjöppur, sjálfvirk útjöfn- un á keyrslutímum milli þjappa, biðtími milli ræsinga á þjöppum til að jafna út ræsiálag og einn- ig má nefna stuttar keyrslulotur í löngum ganghléum til að hindra þéttingu á kælimiðli í út- gangi þjöppunnar en með því móti má sleppa einstefnulok- unum sem fyrr var á minnst. Þó að í þessari grein hafi fyrst og fremst verið fjallað um samkeyrlsu á litlum sambyggð- um þjöppum gilda þessar að- ferðir alveg eins fyrir hálfsam- byggðar eða sérbyggðar þjöppur. Við gerð þessarar greinar var meðal annars stuðst við grein eftir Danann P. Sminge sem birtist í tímaritinu „Scanref. Mynd nr 4 VÍKINGUR 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.