Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 5
w U rvinda af þreytu og í svefnórum síð- ustu sólarhringa 112. löggjafarþings ís- lendinga, þegar nótt er lögð við dag til að rubba af lagasamþykktum sem varða þjóðarheill, samþykktu þingmenn lög um fiskveiðistjórnun, eitt stærsta, eða öllu heldur langstærsta, hagsmunamál ís- lensku þjóðarinnar sem komið hefur fyrir Alþingi íáraraðir. Það segir sig sjálft að um þetta þýðingarmikla mál voru skiptar skoðanir, svo skiptar að ýmsir menn sem störfuðu í samráðshópum, sem stofnaðir voru til að undirbúa frumvarpið, létu bóka athugasemdir við endanlega gerð þess áður en það var lagt fram á Alþingi, hags- munasamtök mótmæltu þvíharðlega, ein- stakir þingmenn mótmæltu sumum efnis- atriðum af ákveðni og fjöldi blaðagreina var skrifaður sömu erinda - en sjávarút- vegsráðherra sagði að það væri svo stórt hagsmunamál að afgreiða frumvarpið á þessu þingi að það væri bókstaflega nauðsyn að það færi í gegn. Á Alþingi sitja aðeins tveir þingmenn úr stéttum sjávarútvegsins, annar í röðum stjórnarmanna og hinn í stjórnarandstöðu, menn með sérstaka þekkingu og reynslu til að mynda sér skoðanir á þessu mikla viðfangsefni. Þeir andmæltu frumvarpinu báðir, en þeirra mál átti ekki hljómgrunn í þinginu og svo langt gekk að stjórnarsinn- anum var meinað af flokksfélögum sínum að ræða málið í eldhússdagsumræðum þingsins. Einn stjórnarflokkanna reyndist svo þannig hugsandi um þetta stærsta hags- munamál þjóðarinnar að þar á bæ var búið til ómerkilegt ágreiningsmál í umfjöll- un um frumvarpið, með tilheyrandi hótun- um um að fella það, í þeim tilgangi einum að versla með það í þvargi um vegtyllur fyrir formann sinn. Meira að segja hótaði formaðurinn sjálfurað fella kvótafrumvar- pið ef hann fengi ekki þær stofnanir sem hann sjálfur vildi undirráðuneyti sitt. En að vísu heyktist hann á því. Fram kom tillaga frá þingmönnum um að fresta afgreiðslu frumvarpsins, með þeim rökum að í raun lægi ekkert á að afgreiða það, enda væru þingmenn ekki til þess búnir. Hagsmunasamtök og einstak- lingar lýstu yfir stuðningi við hugmyndina — en sjávarútvegsráðherra vildi fyrir hvern mun berja frumvarpið í gegnum þetta þing, með sömu rökum og fyrr, að svo miklir hagsmunir væru í húfi að málið þyldi enga bið. Og Halldór Ásgrímsson er vanur að koma sínum málum fram. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt neina efnislega skýringu frá ráðherranum á hvers vegna lá svo mikið á að afgreiða frumvarpið að þingmenn mættu ekki fá tíma til að átta sig vel á innihaldi þess og reyna að gera upp hug sinn sjálfstætt. Ef til vill eru rökin heldur ekki efnislega fólgin í frumvarpinu sjálfu, nema mjög óbeint. Eins og fyrr var skrifað er í frumvarpinu fjallað um mál sem hefur meira gildi fyrir þjóðarhag en nokkurt mál annað sem komið hefur til kasta þingsins í áraraðir. Flestir hagsmunaaðilar, aðriren útgerðar- menn, sáu á því marga og stóra agnúa, enda klofnaði sjö manna þingnefnd í fimm álit á málinu. Sannleikurinn í málinu er sá að enginn stjórnmálaflokkanna hefur markað sérstefnu íþessu mikilvæga máli og þorir ekki að gera það. Meiri hluti þingmanna hefur enga skoðun á málinu, hlustarekkiáþá fáu ísínum hópisem hafa þekkingu og kjark til að mynda sér skoð- un, og greiðir atkvæði eftir flokkslínum. Þeir þora ekki að fresta afgreiðslu frum- varpsins til næsta vetrar, vegna þess að þá verður það að kosningamáli. Það má ekki gerast vegna þess að flokkarnir hafa ekki stefnu í málinu og geta ekki markað hana. Þess vegna varð að rubba því af núna og freista þess að það verði gleymt um kosningar. Skítt með þjóðarhag — flokkinn og þingsætin má ekki leggja und- ir. Sigurjón Valdimarsson ritstjóri. Ogþetta eru mennirnirsem kvarta und- an virðingarleysi við Alþingi!!! VÍKINGUR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.