Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 78

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 78
ats\á MIKILVÆGAR MARKAÐSFRETTIR VIKINGUR KVÓTINN AFGREIDDUR Eftir mikiö japl, jaml og fuður tóku alþingismenn á sig rögg og afgreiddu ný lög um fiskveiðistjórnun á síðasta starfsdegi Alþingis á þessu vori. Eflaust sýnist hverjum sitt um niðurstöðurnar en þau lög sem nú voru sett eiga að gilda í þrjú ár. Nú tekur því væntanlega við umræða um framtíðarskipan þessara mála og vonandi tekst að Ijúka henni áður en lögin falla úr gildi árið 1993. Það er dæmigert fyrir íslenska þjóðmálaumræðu að síðustu vikurnar og dagana sem Alþingi var að störfum var loksins hreyft við ýmsum grundvallarþáttum fiskveiðistjórnunar. Þá var hins vegar allt komið í eindaga og allt of seint að gera róttækar breytingar á frumvarpinu. Það má því e.t.v. segja að það hafi verið til góðs að gildistími laganna var takmarkaður við þrjú ár en upphaflega áttu lögin að gilda um alla framtíð. Á siðustu vikum og mánuðum hafa æ fleiri tekið undir hugmyndir um einhvers konar veiðigjald, auðlindaskatt, kvótaleigu eða hvað það er nú kallað. Þeir voru fjölmargir sem fundu að því með- an lögin voru til umræðu að útgerðarmönnum væri úthlutað veiðirétti ókeypis. Þær raddir hafa orðið æ háværari sem vilja að þeir borgi í sameig- inlega sjóði landsmanna fyrir að fá að nýta þessa auðlind sem er sameign þjóðarinnar eins og segir í fyrstu grein laganna. Þeir sem aðhyllast kvóta- leigu segja sem svo að það sé mun viturlegra að þjóöin taki til sín arðinn af fiskveiðunum í formi kvótaleigu en með því að hringla stöðugt með gengisskráninguna. Með kvótaleigu og réttri gengisskráningu sé mun auðveldara að gera raunhæfar áætlanir um þróun sjávarútvegs og rekstur einstakra fyrirtækja auk þess sem það veitir möguleika á að stýra fjármagninu sem greinin skapar í þann farveg sem best nýtist þjóð- inni, td. með því að efla byggð í dreifbýli. Lög um fiskveiðistjórnun hafa að sjálfsögðu þann tilgang helstan að stuðla að skynsamlegri nýtingu fiskistofnanna með sem hagkvæmustum hætti. Það er alkunna að fiskiskipaflotinn er of stór og fróðir menn telja að hann þurfi að skera niður um 20-30% hvað afkastagetu snertir, og það sem fyrst. Við afgreiðslu laganna um Hag- ræðingarsjóð sem áður hét Úreldingarsjóður var stigið fyrsta skrefið til þess að auðvelda þennan niðurskurð. Það er full ástæða fyrir sjómenn að fylgjast náið með því hvernig að þessum niður- skurði verður staðið svo hann bitni ekki eingöngu á þeim. ÞORSKUR Verulega dró úr framboði á íslensk- um þorski í breskum höfnum í aprílmánuði en þá var landað 2.114 tonnum úr skipum og gámum samanborið við 3.302 tonn í marsmánuði. Verðið varö líka hærra, en að meðaltali fengust 1,28 pund fyrir kílóið af þorski. Það samsvarar 127,09 krónum en meðalverðið var um 120 krónur í mars. Á mörkuðunum þremur hér á suðvesturhorninu komu 3.460 tonn af þorski til sölu í apríl. Það er töluvert minna en í mars en verðið er svo til það sama og þá. Fyrir hvert kíló af þorski fengust að meðaltali 75,77 kr. og var ekki merkjanlegur mun- ur á milli markaðanna þriggja. ÝSA Að því hlaut að koma að verðið á ýsunni mjakaðist niður á við á bresku mörkuðunum. Það hefur margsinnis sprengt alla skala að undan- förnu. Það á áreiðanlega sinn þátt í verðlækkun- inni að framboðið á ýsu í breskum höfnum var tvöfalt meira í apríl en í mars og einnig töluvert meira en í febrúar. Alls var landað 1.912 tonnum af ýsu í Bretlandi og fengust fyrir kílóið 1,44 pund að meðaltali en þaö samsvarar 143,52 íslenskum krónum. Þetta er 20 krónum lægra verð en fékkst í mars en nokkru hærra en meðalverðiö í febrúar svo að þetta er allt í lagi. Sömu sögu er að segja af íslensku mörkuðunum, þar jókst framboöið úr 808 tonnum í 1.186 tonn og verðið lækkaði um rúmar 20 krónur, fór úr 110 krónum í 89,85 kr. fyrir kílóið að meðaltali. Hæsta meðalverðið fékkst í Hafnarfirði, 96,46 kr. fyrir kílóið, en á hinum mörk- uðunum var það rétt undir 90 krónum. KARFI í aprílmánuði var landað 2.682 tonnum af karfa í vesturþýskum höfnum og var framboðið nokkru meira en í mars. Verðið lækkaði líka tölu- vert eða úr 3,02 mörkum fyrir kílóið að meðaltali í 2,74 mörk. I íslenskum krónum lækkaði verðið úr 108,56 í 98,79. Sömu sögu er að segja af íslensku mörkuðunum. Þangað bárust 743 tonn af karfa í aprílmánuði og fékkst fyrir kílóið að meðaltali 35,71 króna sem er lækkun um 2,50 kr. frá því í mars. Hæsta meðalverðið fékkst á Fiskmarkaði Suðurnesja, 37,90 kr., en á hinum mörkuðunum var það á bilinu 35-36 krónur fyrir kílóið. UFSI 407tonnum af ufsa var landað í vesturþýsk- um höfnum í aprílmánuði og er það nokkurn veg- inn sama magn og í mars. Verðið hækkaði hins vegar um 10 krónur og var að meðaltali 2,30 mörk fyrir kílóið eða 83,03 íslenskar krónur. Er það svipað verð og fékkst í febrúar svo að þetta rokkar nokkuð til. Á íslensku mörkuðunum minnkaði framboðið af ufsa talsvert en verðið stóð í stað. Alls var landað 954 tonnum af ufsa í apríl og fengust að meðaltali 35,29 kr. fyrir kílóiö. Hæsta meðalverðið fékkst á Faxamarkaði, 36,83 kr. fyrir kílóið, í Hafnarfirði var meðalverðið 34,57 kr. og 32,76 kr. á Suðurnesjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.