Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 80

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 80
ALÞJÓÐLEGAR FRÉTTIR ÚR PACIFIC FISHING M'\bs'\á Rrifir ^ 80 VIKINGUR JAPAN Japanir létu nýlega af andstöðu sinni við ályktunartillögu sem lögð var fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í vetur en í henni er hvatt til þess aö veiöar með dragnót verði bannaðar á Suður-Kyrrahafi á árinu 1991 og um allan heim um mitt ár 1992. Það voru fulltrúar Bandaríkjanna og Nýja Sjálands sem lögðu þessa tillögu fram en í henni eru dragnótaveiðar á úthöfunum for- dæmdar og sagt að þær vinni gegn öllum tilraun- um til þess að vernda fiskistofna. Upphaflega var gert ráð fyrir að bannið tæki gildi þegar í stað á Suður-Kyrrahafi en því mótmæltu Japanir. Þá var sæst á að fresta gildistökunni fram á næsta ár og það gátu Japanir samþykkt. Dragnótaveiðar hafa einkum valdið usla á SuðurKyrrahafi þar sem fiskiskip frá Kóreu, Taiwan og Japan hafa stund- að þær og upp á síðkastið hafa þær verið að breiðast norður eftir Kyrrahafi. Veiðarnar eru stundaðar utan efnahagslögsögu einstakra ríkja og þess vegna er nú reynt að beita Sameinuðu þjóðunum í því skyni að stööva þessar veiðar algerlega frá og með 30. júní 1992. Geoffrey Pal- mer, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hefur fagn- að góðum undirtektum við tillöguna og sagt að það hafi borið verulegan árangur að virkja al- menningsálitið í heiminum í baráttunni gegn dragnótaveiðum á úthöfunum. FALKLANDSEYJAR Bretar hafa fært út lögsögu sína við Falklandseyjar úr 3 sjómílum í 12. Með þessu vilja bresk stjórnvöld treysta yfirráð sín yfir fiskimiðum við eyjarnar en þau eru nú nýtt í ört vaxandi mæli. Einkum hefur ásókn í smokkfisk aukist. Á síðasta ári höfðu Bretar tekjur upp á 3 milljarða króna af að selja erlendum fiskiskipum veiðileyfi í landhelgi eyjanna. PÓLLAND Innflutningur á fiski til Póllands hefur aukist um 35% á fjórum árum. Árið 1985 fluttu Pólverjar inn 83.600 tonn af fiski en í fyrra var innflutningurinn 112.900 tonn. Innfluttur fiskur er nú 16% af öllum fiski á pólskum markaði og búist er við að innflutningurinn muni aukast verulega á næstu árum. Það helgast af niðurníðslu pólska fiskiskipaflotans sem helst í hendur við minnk- andi fiskigengd á þeim miðum sem Pólverjar sækja á. Innflutningurinn hefur verið fjármagnað- ur með útflutningi á fisktegundum sem ekki eru eftirsóttar í Póllandi, svo sem smokkfiski. KANADA Kanadíska sjávarútvegsráðuneytið hefur boöið japanska rannsóknarskipinu Shikai Maru að veiða silfurlýsing við strendur Kanada. Tilgangurinn er að kanna hvort úr þessari fiskteg- und megi vinna krabbakjötslíki (surimi) sem stenst þær kröfur sem gerðar eru á alþjóðamark- aði. Silfurlýsingur er sú fisktegund sem langmest er af á grunnmiðum við austurströnd Kanada og því gætu veiðar á honum verið kærkomin búbót fyrir kanadíska fiskimenn. EVRÓPUBANDALAGIÐ Útgerðir fiskiskipa í löndum Evrópubandalagsins sem veitt hafa þorsk og ýsu í Norðursjó verða að sætta sig við verulegan niðurskurð á kvótum á þessu ári. Á fundi í Brússel þar sem kvótaskiptin voru ákveðin var leyft að veiða 105.000 tonn af þorski sem er nálægt því hámarki sem fiskifræðingar höfðu mælt meö. Ýsukvótinn lækkar í 50.000 tonn sem er mun lægra en verið hefur. ÍTALÍA ítölsk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 60 milljónum króna til baráttunnar gegn þörunga- blóma við strönd Adríahafsins. Ekki er vitað með vissu hvað setur þörungablóma af stað en talið er að hann geti stafað af tilbúnum áburði og öðru afrennsli í hafið. ítalskir vísindamenn hafa af því stórar áhyggjur að lífsmagn sjávar í öllu Miðjarð- arhafi fari rénandi vegna þess hve miklum úr- gangi frá landbúnaði, iðnfyrirtækjum og heimilum í sunnanverðri Evrópu er hleypt óhreinsuðum í hafið. NORÐUR-AMERÍKA Veiðiþjófnaður og kvóta- svindl eru vaxandi áhyggjuefni þeirra þjóða sem mest eiga undir fiskveiðum. í Mexíkó hafa yfirvöld gripið til harðra refsinga gegn veiðiþjófnaði, svo sem háum fjársektum og sviptingu veiðileyfa. Að sögn yfirvalda hafa talsverð brögð verið að því að japönsk skip sem sigla undir mexíkönskum fána séu staðin að ólöglegum veiðum. Dæmi eru nefnd af tveimur japönskum skipum sem tekin voru með samtals 785 tonn af ólöglega veiddum smokkfiski innanborðs. Eigendur þeirra fengu háar sektir, áhafnirnar, alls 34 fiskimenn, voru hafðir í haldi um nokkurn tíma og skipin voru svipt veiðiheimildum. Einnig er því haldið fram að jap- önsk og kóreönsk skip stundi veiðar á hákarli og sverðfiski, hirði uggana eina og fleygi hræjum fiskanna aftur í sjóinn. Yfirvöld í Kanada hafa hins vegar áhyggjur af spænskum og portúgölskum fiskiskipum sem stunda kvótasvindl að sögn yfir- valda. Því er haldið fram að þessi skip stundi veiðar samkvæmt samningum innan kanadískrar efnahagslögsögu en færi sig svo út fyrir hana þegar kvótinn er búinn og haldi áfram veiðum úr sömu fiskistofnum en nú undirfánum Panama og Costa Rica. Kanadamenn vilja draga veiöar utan sinnar lögsögu frá þeim kvótum sem skip fá innan hennar og hafa þeir farið þess á leit við Evrópu- bandalagið að það sendi eftirlitsskip þeim til að- stoðar við að framfylgja kvótareglunum á alþjóö- legu hafsvæði. Kanadískireftirlitsmenn hafafarið um borð í togara frá Spáni og Portúgal innan kanadískrar lögsögu og að eigin sögn fundið margt athugavert við það sem þar var að sjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.