Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Blaðsíða 69
Já, en hvaða fólk varst þú að heimsækja í
gærkvöldi. Þú varst ekki burðugurþegar við hjón-
in fundum þig í lyftunni, þar sem þú lást I hnipri í
einu horninu. Mér tókst að drösla þér hingað inn í
óþökk konunnar. Svo heimtaðir þú ást, mikla ást,
þegar ég lagði þig til hér I stofunni, og steinsofn-
aðir svo.
En stúlkan mín. Hvar er hún?
Stúlka, hvaða stúlka? Ertu eitthvað lasinn,
gamli vin?
Erum við ekki á elleftu hæð? Mig rámaði í
þessa tölu.
Nei, nei, þú ert á níundu hæð hjá honum Jóni
málara, gamla vinnufélaga þínum. Hvar varstu
annars að skemmta þér í gærkvöldi? Jón iðaði í
skinninu af forvitni.
Æ, leyfðu mér fyrst að ná áttum. Áttu ekki eitt-
hvað að drekka? Vatn, kalt kaffi, kók. Bara eitt-
hvað fljótandi. Hvarersalernið? Hann vísaðimér
þangað. Hvar er nú hamingjan sem ég var að
höndla ígær? Mér varð litið íspegilinn. Þvílík sjón.
Hvað gat ég hafa drukkið sem gerði mér þennan
óleik.
Hérna, gjörðu svo vel. Skelltu þessu í þig, það
hressir. Komdu svo inn ístofu og segðu méralltaf
létta. Konan ætlar að taka til morgunverð. Jón
lagði fullt glas af blöndu á spegilhilluna.
Eftir að hafa þvegið mér, snyrt og greitt, staul-
aðist ég með hálft glasið inn í stofuna.
Þú ert nú meiri karlinn, maður hefur hvorki séð
né heyrt af þér í mörg herrans ár. Hvar hefurðu
alið manninn ? Það sagði mér einhver að þú værir
kominn á sjóinn.
Já, það er rétt. Ég er fastráðinn á loðnuskipi.
Fæ ég aftur íglasið? Þetta er afbragðs mjöður.
Velkomið. Þó það væri nú. Hann tók við glasinu
og hvarf úr stofunni.
Hvað er ég að hugsa ? Hvar er næturdrottning-
in mín, fegurðardísin, himnasendingin sem fang
mig í spegli og bauð mér hingað í þetta hús? Þetta
er ekki einleikið. Á ég að spyrja Jón um hana?
Nei, kannski var þetta allt bara draumur.
Gerðu svo vel. Hann réttir mér glasið. Morgun-
verður framreiddur eftir tíu mínútur.
Þakka þér fyrir Jón. Þú ert betri en enginn. Ég
sé að myndin sem ég gafþér forðum erí smekk-
legum ramma. Þú kannt gott að meta Jón.
Já, mér þykir alltaf jafn vænt um þessa mynd.
Hún er meistaraverk. Manstu hvað þú skírðir
hana, manstu hvað hún heitir?
Engill, erþað ekki?
Jú, alveg rétt. Engill í Himinhæðum.
Já, það er skemmtileg tilviljun.
Held ég verði líka að fá mér í glas, þótt það sé
nokkuð snemmt. Veik blanda getur varla skaðað.
Mig langar að skála við þig. Skála fyrir gömlum
kynnum. Þú ert allur að hressast sé ég.
Svo er þér fyrir að þakka Jón minn.
Viltu ekki einn til.
Jú, þakka þér. Hann hverfur fram í íbúðina. Hvað
er ég að dóla hér? Sit hér og ræði um daginn og
veginn. Búinn að gleyma ástinni minni frá því í
gær.
Ég heiti Jófríður. Gerðu svo vel að þiggja þetta
lítilræði sem fram er borið. Hún leggur frá sér
bakkann. Jón segir mér að þið séuð gamlir vinnu-
félagar.
Mikið rétt. Hún gengur til mín, snotur, lágvaxin,
smáeyg kona í síðum náttkjól og slopp.
Komdu sæl. Ég gat með naumindum staðið á
fætur. Mjóhryggurinn.
Sæll, Jón segir að þú hafir fitnað frá því forðum
daga.
Já, ég hefekki komið nálægthúsamálun ímörg
ár.
Hérna hefur þú þriðja glasið, og segðu svo að
þér sé ekki fagnað. Jón slöngvar til mín glasinu.
Hann málaði myndina af Englinum þegar við vor-
um ungir, og gaf mér.
Jahá. Konan líður þögul út úr stofunni.
Eigum við ekki að næra okkur, meðan brauðið
er heitt. Ég ætla að skenkja í bollana. Gerðu svo
vel, ostur og marmelaði.
Jón, eigið þið engin börn?
Nei, því miður. Konan hefur tvívegis misst fóst-
ur, svo það var ekki um annað að gera en af-
tengja.
Æ-æ, það var leitt. Fyrirgefðu.
Ekkert að fyrirgefa.
En hvaða hljóð voru þetta? Ég þekkti röddina.
Hljóðin komu inn um svaladyrnar. Eins og þau
kæmu ofanfrá. Neyðaróp konu. Ég fékk sting í
hjartað. Þetta var hennar rödd. Það var ekki um
að villast. Ég spratt á fætur, svipti upp svaladyr-
unum og út. Skimaði upp eftirsvölunum fyrirofan.
í því fékk ég höggið. Mér fannst ég líða um í
tómarúmi. Eins og geimfari í þyngdarleysi. Hvað
var upp, hvað niður? Ekki veit ég hvað tómleikinn
varði lengi, en mig langaði mest til að selja upp
þegar ég rankaði við mér á leið út úr lyftunni,
liggjandi á börum sem tveir fílefldir sjúkraliðar
báru á milli sín.
í Himinhæðum 10 voru allirkomnirá stjá. Mikið
pískrað. Þegar mér var svo rennt inn í sjúkrabíl-
inn, og Jón settist hjá mér, heyrði ég einhvern
segja: Hann hrinti henni framaf. Hún sagðist
elska einhvern kall.
Vælið í sírenunni nísti mig inn að hjarta. Jón
mælti einhver huggunarorð. Ég óskaði þess heitt
að fá að sofna svefninum langa.
VÍKINGUR 69