Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 21
I RÚSTA ÞORSKSTOFNUM . . . inn afli og vöxtur breytist lítið. Þetta á við um t.d. í Norðursjó og Eystrasalti. Ef sóknarmynstri er snögg- lega breytt, dregið skyndilega úr veiðum og möskvi stækkað- ur eins og lýst hefur verið í fyrri grein um fiskveiðistjórnun í Kanada og á íslandi, þá fer allt úr böndunum og VPA-grein- ingin, sem áður hafði dugað þokkalega, fer að mæla allt skakkt: Vegna minnkaðs veiði- álags dregur úr vexti, náttúru- leg dánartala vex og hlutur hennar í heildardánartöl- unni, þessari sem er mælan- leg, eykst en af því að líkanið heldur náttúrulegu dánartöl- unni fastri (18%) þá kemur þetta fram sem aukin sókn mæld með fiskveiðidánar- stuðli! Af því leiðir að stofninn reiknast minni en hann raun- verulega er og nýliðun reiknast einnig minni. Þá verður að leið- rétta vaxtartöflur mjög ört svo eitthvert vit verði í skiptingu landaðs afla eftir aldri. Fiskveiðistjórnun á tímamótum Allt þetta veldur því að ráð- lagt er að draga enn frekar úr sókn. Þetta getur svo endað með hungruðum og mögrum fiski, jafnvel stofnhruni, eins og varð í Barentshafi. Fiskveiðistjórnun stendur nú á tímamótum. Varla er boðuð sú ráðstefna að ekki sé rætt þar um fjölstofnalíkön (sjá Víking- inn 11-12/89). Með þeim er tek- ið tillit til samspils fiskstofna og fæðudýra og menn vilja taka þau í notkun vegna þess að ýmsir hafa gert sér grein fyrir því að ekki er hægt að líta á fiskstofna sem einangruð fyrir- bæri. Þar með er í raun verið að dæma ónothæfar þær aðferðir sem hingað til hafa verið notað- ar þótt fáir þori að segja það beint, enn sem komið er. Fjölstofna hugsanagangur er ekki neitt nýtt fyrirbrigði þó hans hafi ekki notið sem skyldi við stjórnun fiskveiða. Hann flokkast undir almenna vist- fræði og er reyndar flestum bændum tamur. Bóndinn veit það að þó að hægt sé að fá 100 kg af rófum úr skika eða 150 kg af kartöflum úr jafn stórum skika þá er ekki hægt að fá bæði 100 kg af rófum og 150 kg af kartöflum úr þessum sama skika. Rallað á eyðimörk Nú berast þær fréttir (Morg- unblaðið 29/4 1990) að niður- stöður síðasta togararallsins hafi sýnt að meðalþyngd þorsksins hafi lækkað um 5- 10% fyrir Suðurlandi og um 10% að meðaltali fyrir norðan. Einnig var talað um að ástand- ið í mars hafi verið eins og „eyðimörk". Þetta er athyglis- vert í Ijósi þess að nánast alla vertíðina hefur flotinn veriö að flýja þorsk, ef dæma má af blaðafréttum, og sókn á norð- urlandsmið hefur verið í lág- marki, sbr. grein um það hér í blaðinu. Menn bíða nú sþenntir eftir veiðiráðgjöf sumarsins. Skyldi ólin verða hert um eitt gat enn? — Hvenær skyldi annars sultarólin slitna? Þorskafli við Kanada hefur ekki aukist við „ræktun" stofnsins, eins og spáð var, en afli við Færeyjar hefur auk- ist og dalað í ótrúlega jöfnum sveiflum. VÍKINGUR 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.