Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 24
Hcr oé nú / AL VÖRU TALAÐ Sigurjón Vaidimarsson skrifar um athugasemdir Jakobs Jakobssonar HVERS VEGNA, JAKOB? 24 VÍKINGUR Það verð ég að segja að ég varð ákaflega lítið hrifinn af svari forstjóra Hafrannsóknastofnun- ar, Jakobs Jakobsson- ar, við örfáum spurning- um mínum um líf og dauða í hafinu og ákvarðanir á veiðiþoli nytjastofna. Satt að segja þykir mér hann gera lítið úr skilningi lesenda blaðsins og mér er ekki full Ijóst hvort hann er að hæðast að þeim eða vísvitandi að blekkja þá. Mér er raunar sama hvort er, hvorttveggja er jafn slæmt og hvorugt hæfir virðingu þess embættis sem hann gegnir. Þriðja kostinn, og þann versta, ætla ég ekki að nefna vegna þess að hann er svo fjarstæðukenndur. Ef vera kann að forstjórinn sé með „svörum“ sínum að gefa til kynna að spurningar blaðsins séu hnýsni í einkamál hans eða stofnunarinnar sem hann stýrir, vil ég vekja athygli á að það skiptir máli fyrir ís- lensku þjóðina í heild og þá ekki síst fyrir sjómennina, eig- endur þessa blaðs, að fá að vita undanbragðalaust og um- búðalaust sannleikann um það sem stofnunin verður áskynja um í lífríki hafsins. Það skiptir máli vegna þess að um er að tefla fjöregg þjóðarinnar. Pað skiptir máli vegna þess að hinn almenni borgari þarf að geta myndað sér skoðun á fiskveiði- stefnunni, og hann getur það engu síður en langskólamenn ef hann fær réttar upplýsingar. Glefsur úr greininni „Fæða þorsks Það skiptir máli... Það skiptir máli fyrir afkomu þjóðarinnar hvort við ákveöum litla rækjuveiði landsmanna með það í huga að við verðum að beina „þorskeldinu" í rækju- át, eða ákveðum minna þorsk- eldi og meiri rækjuveiði. Hvað þarf annars okkar kæri ung- þorskur að éta mörg kíló af rækju til að þyngjast sjálfur um eitt kíló? Það skiptir máli hvað við verndum - eða setjum á — mik- ið af smáfiski, vegna þess að við verðum að vera viss um að hann hafi nóg æti. Það skiptir máli hvort við öl- um upp smáþorsk á rækju til þess að verða svo fóður fyrir stærri þorsk, eða við veiðum rækjuna beint. Það skiptir máli hvort við setj- um svo mikið af ungfiski á að hann éti upp allt kvikt í umhverfi sínu og leggi lífríki hafsins í rúst, eins og gerðist í Barentshafinu. íslensk þjóð lifir ekki af 5-6 afla- laus ár meðan viö bíðum eftir á togaramiöum". að stofnarnir rétti við aftur eftir slíkt hrun. Það skiptir máli í Ijósi nýrra vinda sem blása um „hina ungu vísindagrein", fiskifræðina, að landsmenn fái hreinskilin svör við því hvort það geti verið skaðlegt að vernda ungfisk í þeim mæli sem gert hefur verið á liðnum árum eða að fiski- fræðingar séu ennþá fullvissir um að stefnan sé rétt. Of dýrt púður. Ég ætla ekki að eyða miklu púðri í að fara yfir svör forstjór- ans, þess þarf ekki því það ligg- ur svo Ijóst fyrir hvað ég átti við í upphafi þessarar greinar. En

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.