Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Page 41
SKOLANS sem þessir stjórnpallar tilheyra geta verið af ýmsum stærðum og gerðum og er það hverju sinni valið af kennara. Sum hafa fasta skrúfu, önnur skipti- skrúfu og svo er möguleiki á tveim skrúfum og bógskrúfu. Kennari setur samlíkinn í gang og stöðvar hann frá sínu stjórn- borði og hann velur einnig skip- in sem nemendur sigla hverju sinni. Þegar samlíkirinn er í gangi heyrist vélarniöurinn í brúnni. Þessi vélarniður ásamt fölskum gluggum og lágu lofti gera brúna mjög raunverulega. Þegar við bætast dempuð Ijós er þetta eins og sigling að næt- urlagi. í samlíkinum er hægt að kenna verklega siglingafræði, siglingareglur, radarsiglingu, stjórntök og siglingu eftir sjó- merkjum. í raun er öll sigling radarsigling því að þeir sem eru í brúnni verða varir við nærveru annarra skipa á radarskjánum. í hverri brú eru tvö radartæki og er annað þeirra af gerðinni ARPA (Automatic Radar Plott- ingAid). í hverri brú ersvo VHF fjarskiptatæki eða metrabylgju- stöð eins og þessi tæki eru oft nefnd. Með þessum fjarskipta- tækjum hafa þeir sem eru í brúnni á hverju skipi talsam- band sín á milli, við hafnsögu- menn og strandastöð. Kennar- inn er þá í hlutverki hafnsögu- mannsins eða loftskeyta- mannsins á strandarstöðinni. Fyrstastigsnemendur sem aðeins fá réttindi til siglinga við ísland tala saman á íslensku, en á 2. og 3. stigi fara fjarskiptin fram á ensku. Viðskipti við skip frá öðrum þjóðum og við er- lendar strandarstöðvar og hafnsögumenn fara fram á ensku allsstaðar í heiminum og því er svona æfing ómetanleg. Samlíkir af því tagi sem hér hef- ur verið lýst er nú talinn ómiss- andi kennslutæki í stýrimanna- skólum. Nemendur fá nú auk bóklegrar kennslu verklega þjálfun í siglingu vélskips við mismunandi aðstæður og verða því hæfari til að takast á við starfið í brúnni þegar þeir koma til starfa sem stýrimenn. L Givarahlutir ^ Hamarshöffta 1 Hamarshöfða 1 Símar 36510 og 83744

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.