Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 48
KRAFTAVERK í 48 VÍKINGUR dollara frá árinu á undan. Stærstur hluti þessara tekna eru tollar sem skipin greiöa fyrir aö sigla um skuröinn en viö þá má bæta hafnargjöldum, skipaviögeröum, leigu á vöru- skemmum og fríhafnarsölu til skipa. Áriö 1989 höföu yfir 18.000 skip viödvöl í höfnunum meöfram skuröinum. Þótt Súezskurður sé afrek nútíma verkfræöi á hann sér forvera langt aftur í öldum. Um 1800 fyrir Krist var grafinn áveituskurður frá óshólmum Nílar sem endaði nærri borg- inni Ismailia en hún stendur nú viö Súezskurð miðjan. Þessi skurður var skipgengur og heiðurinn af honum áttu fara- óarnir. Á tímum Ptólómeusar- ættarinnar (323-30 f. Kr.) var þessi skurður lengdur að Súezflóa og Rómverjar fram- lengdu hann svo til norðurs aö einni kvísl Nílar. Svo viröist hins vegar sem öll þessi framtaks- semi hafi eingöngu haft þann tilgang aö temja hin reglu- bundnu flóö í Níl en ekki aö stytta sjóleiðina milli Evrópu og Asíu. W ^\ætlanir um skipaskurð milli Miðjarðarhafs og Rauðahafs voru gerðar á 15. öld og voru þaö Feneyingar sem þær gerðu. Ottómanaríkið í Tyrk- landi kom í veg fyrir að Feney- ingum tækist að hrinda þess- um fyrirætlunum í framkvæmd enda óttuðust Ottómanar að slíkur skurður veitti Evrópubú- um fótfestu í Egyptalandi sem þá var hluti Ottómanaríkisins. Árið 1798 hafði Napóleon lagt undir sig Egyptaland og hann fyrirskipaði rannsókn á því hvort hægt væri að grafa skurð milli Miðjarðarhafs og Rauða- hafs. Einn af mælingamönnum hans gerði mistök sem leiddu til þess að yfirborð Rauðahafs var talið 33 fetum hærra en yfir- Ferdinand de Lesseps, franskur verkfræðingur, var helsta drif- fjöðrin í gerð Súesskurðarins. borð Miðjarðarhafs. Það þýddi að gera þyrfti skipastiga en verkfræðiþekking þeirra tíma leyfði ekki slíka framkvæmd. Það var því ekki fyrr en um miðja nítjándu öld að gerð var fyrsta alvöru tilraunin til að grafa skurð í gegnum Súezeið- iö. Þar fór fyrir franskur dipló- mati, Ferdinand de Lesseps. Hann fékk leyfi vísikonungs Ottómana í Egyptalandi til að grafa skurð frá Miðjarðarhafi til Rauðahafs árið 1854 og fimm árum síðar hófust framkvæmd- ir. De Lesseps stofnaði fyrir- tækið Compagnie Universielle de Canal Maritime de Suez ut- an um framkvæmdirnar og hafði það bækistöðvar í París. Fyrirtækiö seldi 56% af hlutafé sínu frönskum aðilum en afg- anginn keypti vísikóngurinn í Egyptalandi. Ferdinand de Lesseps hafði háleitar hugmyndir um skurð- inn sem hann sagði að hefði þann tilgang að „brjóta niður múrana sem enn aðskilja menn, kynþætti og þjóðir". Byggingarsaga skurðarins var hins vegar ekki alveg í sam- ræmi við þessar hugsjónir því skurðurinn var að mestu leyti Þegar Súez- skurður var vígður árið 1869 var hann lengsti skipa- skurður í heimi gerður af mannahöndum og stysta leiðin milli Evrópu og Asíu. gerður af egypskum verka- mönnum í nauðungarvinnu. Á byggingartímanum kom upp kólerufaraldur meðal verka- mannanna sem lagði þúsundir þeirra að velli. Fyrir vikið töfð- ust framkvæmdir og tóku tíu ár en ekki sex eins og verkfræð- ingarnir höfðu áætlað. En þegar Súezskurðurinn var full- búinn var honum lýst sem mesta verkfræðiundri aldarinn- ar og hann settur í sama flokk og Eiffelturninn. Raunar var sá samanburður óréttlátur því þegar Súezskurður var vígður árið 1869 var hann lengsti skipaskurður í heimi geröur af mannahöndum. Til þess að gera hann þurfti að flytja burt 74 milljónir rúmmetra af sandi og grjóti. Það nægir til að fylla stóru píramídana þrjá í Giza og vel það. vígsludaginn, 17. nóv- ember 1869, sigldu fagurlega skreytt skip frá mörgum lönd- um í tignarlegri skipalest eftir endilöngum skurðinum. Vísi- kóngurinn vildi ekkert til spara svo vígslan mætti fara vel fram. Lét hann reisa glæsihöll fyrir

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.