Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 52
KRAFTAVERK 52 VÍKINGUR skurðinn. Stuttu síðar fór risa- stór norskur olíuborpallur fyrir eigin vélarafli um skurðinn og þá innheimti stjórn skurðarins hæsta toll fyrir eina ferð sem nokkurn tíma hefur verið greiddur: 650.000 dollara (um 40 milljónir íslenskra króna). Stjórn skurðarins er þó ekki á því að slaka á klónni. Hún hefur uppi áætlanir um enn frekari breikkun skurðarins til að hann geti tekið við stærstu olíuskip- umfulllestuðum. Þettaerfreist- andi því að slfk skip greiða 250.000 dollara (um 15 milljónir ísl. kr.) fyrir hverja ferð tóm, aðra leiðina, og miklu meira lestuð. í krafti sífelldrar þróunar skil- ar skurðurinn nú meiri tekjum á degi hverjum en hann gerði á heilu ári meðan hann var í eigu Breta og Frakka. Kappkostað er að nota ávallt nýjustu tækni til að stjórna umferðinni um skurðinn. Til dæmis er skurður- inn upplýstur í myrkri með Ijós- kösturum sem ganga fyrir sól- arorku. Nokkrar ratsjárstöðvar meðfram skurðinum eru tengd- ar við 18 milljón dollara tölvu- kerfi — eitt hið fullkomnasta í heimi — en með því er séð um að halda skipum á réttri stefnu jafnt að nóttu sem degi. Bakkar skurðarins eru sér- staklega hannaðir til að lægja þær öldur sem skip kunna að koma af stað og með 700 feta millibili eru legufæri sem skip geta lagst við ef eitthvað fer úr- skeiðis. Velgengnin hefur leitt til verulegrar fólksfjölgunar með- fram skurðinum. Flestir íbúar svæðisins voru fluttir burt í átökunum við ísraela árin 1967 og 1973 en margir hafa flutt aft- ur heim og nú eru íbúar við skurðinn litlu færri en þeir voru árið 1967. Búist er við að íbúa- fjöldinn þrefaldist fram til alda- móta. Fyrirætlanir eru uppi um enn frekari stækkun skurðarins fyrir milljarði dollara svo hann geti tekið við stærstu skipum veraldar fulllestuðum. Þessi mikli vöxtur skapar Egyptum atvinnu sem þeir hafa mikla þörf fyrir. Flestir íbúar landsins búa á takmörkuðu svæði í hinum frjósömu óshólmum Nílar en stjórnvöld eygja nú möguleika á að nýta arðinn af Súezskurðinum til að efla vöxt helstu hafnarborga landsins. Þau hafa því gert samning við japönsku þróunar- stofnunína um að verja nærri 300 milljónum dollara á næstu tíu árum til að reisa mikla mið- stöð fyrir botni Súezflóa. Áætl- anir hljóða upp á að tvöfalda afkastagetu egypskra hafna en auk þess á að reisa olíuhreins- unarstöðvar, stálverksmiðju, verksmiöjur til framleiðslu á olíuafurðum og heila borg fyrir 250.000 íbúa. Fyrsti áfangi þessarar áætl- unar er þegar hafinn en hann er m.a. fólginn í stækkun hafnar- innar í borginni Súez við suöur- enda skurðarins. Einnig verður byggð ný höfn fyrir gáma- og hráefnisflutninga, korn- og kolahöfn, fiskihöfn og fríhöfn fyrir tollfrjáls viðskipti. Stjórn Súezskurðar lítur því björtum augum fram á veginn. Þar á bæ eru menn þeirrar skoðunar að á meðan heims- viðskiptin byggjast á sjóflutn- ingum muni skurðurinn mala gull og efla þjóðarhag í Egypta- landi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.