Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Qupperneq 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Qupperneq 68
HIMNAsENDINqIN 68 VÍKINGUR góða skapið og þú. Má ég kynna. Hún stóð á fætur. Vinur föður míns. Ftaggi rami. Nú fyrst tók ég eftir því hvað maðurinn var þrekinn og stæltur. Hann æfir í Jakabóii, bætti hún við. Komdu sæll. Ég tók eins fast í hramminn á honum og mér var unnt. Raggi, komdu eftir klukkutíma þá skulum við dansa. Hún leit á mig íþessum töluðum orðum og mér sýndist hún blikka. Ókey, sjáumst. Hún seildist í hendur mínar yfir borðið, er ég var sestur, og við horfðumst ástúðlega í augu. Ertu nokkuð afbrýðisamur? Þú mátt ekki gleyma að það var ég sem valdi þig. Ég fór ögn hjá mér, þegar ég ávarpaði hana: Við skulum skála fyrir ást minni á þér. Ég hef skoðað hug minn, og það vefst ekki fyrir mér lengur að ég elska þig mjög heitt. Henni gafst ekki færi á að svara mér. Rauð- hærð, snotur stúlka laut niður og hvíslaði ein- hverju í eyra henni. Þetta er Sigga rauða. Má ég kynna. Sæl, sæll. Hún Sigga er besta vinkona mín. Hún er að bjóða okkur að borðinu til sín og þeirra. Óljós og óttablandinn grunur læddist að mér. Ég stóð upp. Hvar sitjið þið ísalnum? Þarna, þarna út í horninu. Hún benti yfir gólfið. Nei, takk. Ég þekki þetta fólk ekki neitt og hef engan áhuga á að kynnast því. Þú fyrirgefur. Gerðu það, það er svo gaman við borðið. Það vottaði fyrir klökkva í rómnum. Mér varð litið á elskuna mína. Þar var engan bænarsvip að sjá, svo ég afþakkaði boðið, ákveðinn á svip en án þess að styggja hana frekar. Við svo búið sátum við ein og ótrufluð um stund. Skáluðum og létum vel hvort að öðru. Samt ekki úr hófi fram. Eigum við að dansa? hvíslaði hún, eftir einn af mörgu heitu kossunum. í sæluvímunni hafði ég fært stólinn minn að hennar. Nei, leggjumst heldur, heyrði ég mig segja. Dóni, við leggjumst ekki hér. Alveg rétt, við leggjumst annarsstaðar. Heyrðu annars. Ég get vel hugsað mér að sænga með þér, en þá verður þú að eiga eina sterka. Þú færð hana hérna hjá þjóninum, og svo förum við heim til mín. Þjónn. Ég gaf honum merki um að koma. Hún horfði á mig með aðdáun. Aftur læddist að mér þessi óþægilegi grunur um yfirvofandi hættu. Nei, það er útilokað. Ég, mannþekkjarinn, sem siglt hefur um allan heim og aldrei neitt illt hent. Kemur ekki til nokkurra mála. Skál, ástin mín. Hún sagði ástin. Já, skál elsku engillinn minn. Við skulum svo skunda á brott héðan sem allra fyrst. Þjónninn varð við bón minni. Hann kæmi að vörmu spori. Við sátum, eða réttara sagt lágum í faðmlögum afturí bílnum á leiðinni heim til hennar. Ég fékk svo sannarlega að finna fyrir unaðslegum líkama hennar. Hver einasta fruma hans hrópaði á ást, gjöful og heit. En jafnframt fann ég fyrir votti af ugg. Var hún einnig haldin því sama og ég? Er þetta fyrirboði einhvers voða? Ég varð sem snöggvast ráðvilltur. Hvað er í vændum? Himinhæðir 10. Við erum komin. Ferðin upp í lyftunni er ólýsanleg. Líkamir okkar runnu í einn, en með tvær ólíkar raddir er hljómuðu sem am- orsdúett. Englasöngur. Ensvo. Allt hverfur skyndilega. Ég ferðastyfirí óminnið. Ég vaknaði við lítinn heitan Ijósgeisla sem gældi við annað augað í mér. Hvar var ég? Ég kannaðist ekki við umhverfið. Jú, þarna varmynd uppi á vegg, sem kom mér kunnuglega fyrir sjón- ir. Mynd sem ég málaði og gaf vinnufélaga, fyrir mörgum árum. Getur verið að ég hafi sofið hér I alla nótt? Hvernig stendur á veru minni hér? Ég fann fyrir nístandi höfuðverk þegar ég reis upp og staulaðist að svaladyrunum sem stóðu í hálfa gátt. Hrollur fór um mig. Gáðu að þér, svalirnar eru ekki traustar. Þetta var kunnugleg rödd. Nei, ert þetta þú kæri vin? Býrð þú hér íHiminhæðum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.