Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 77

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1990, Side 77
ir voru saman meö stálvír og voru í lás sem var sjálfvirkur þannig aö þegar tekið var í tóg sem fest var í vírinn á lásnum opnaöist hann og síldin flóði úr honum annaöhvort í lest eöa á dekk. Þegar mikil marglytta var í nótinni, áttu þeir sem á nótinni stóöu stundum erfiða daga því þá lak sjór og marglytta úr háfn- um og ýröist yfir þá sem í bát- unum voru. í sólskininu gátu menn brunnið illa í framan. Ógleymanlegar nætur Veiðin var góð þaö sem eftir var dagsins og varö lítið hlé þar til skipið var fullt. Ekki má gleyma starfi kokksins viö þetta allt saman, en hans fasta verk var aö kasta kastlínunni til bát- anna þegar lagt var að þeim og gerði hann þaö hvenær sólar- hringsins sem var. Þegar búiö var að fylla skipiö var mest af farminum á dekki. Lestin var fremur lítil, því kolaboxin tóku mikiö rými. Aö lokum voru bát- arnir híföir í davíðurnar og var nú styttra aö hífa þá en um morguninn þegar þeir voru sjósettir. Hver maður hafði sitt verk að passa og gekk með ág- ætum. Undir miðnættið var ég kall- aöur á vakt eftir stuttan svefn, að mig minnir tvo tíma, en það var ógleymanleg sjón sem blasti við þegar ég kom upp á dekkið; sólin skein við hafsbrún og allt logaði í kvöldskininu. Ekki sá ég eftir því að vakna til slíkrar dýrðarsjónar eins og blasti við þessa júlínótt og munu fáir gleyma sem séð hafa. En ég átti eftir að líta slíka sjón oftar þetta eftirminnilega sumar. Sendum útgerðarmönnum og sjómönnum um land allt kveðju á sjómannadaginn

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.