Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Side 12
FYRIR MER ER AFLAMARKID
Menn geta þá líka
spurt sig hvað
hefði gerst ef við
hefðum gefið
meira eftir.
12 VÍKINGUR
af fiski fyrir borö. Hvort tveggja
þetta eru gamalkunn vandamál
en menn óttast nú aö þau séu
umfangsmeiri en oftast áöur.“
Ofveiði,
smáfiskadráp,
tilviijanir og
óviðráðanlegar
ástæður
— Sumir fiskifræöingar, ís-
lenskir og einkum norskir,
halda því fram aö nauösynlegt
sé að veiða nokkurn veginn
jafnt úr öllum aldurshópum til
að skapa best viðhald stofns-
ins. Þeir telja aö meö slíkri grisj-
un skapist betri vaxtarskilyrði
fyrir það ungviði sem eftir er og
þannig fáist meiri og betri fisk-
ur. Þessi skoðun virðist falla vel
að reynslu fiskveiðiþjóðanna
allt fram á þennan dag. Ber aö
skilja þaö sem þú varst að
segja þannig að þú teljir þetta
ranga hugsun?
„Ég tel að það sé nauðsyn-
legt aö taka ákvaröanir um nýt-
ingu og leyfilegan afla, þannig
að við getum vænst þess að
stofnarnir byggist upp og við
göngum ekki of nærri þeim
meðan þeir eru á vaxtarskeiði
svo þeir gefi sem mest af sér.“
— Nokkrar tölulegar stað-
reyndir blasa við okkur. Þar á
meðal sú að frá því seinna stríði
lauk og fram til 1975, þegar við
sitjum orðið einir að miðunum
og vísindaleg ráðgjöf um nýt-
ingu stofnanna er hafin — að
undanskildum stríðsárunum og
nokkrum árum eftir stríðið með-
an veiðin var að komast í samt
lag aftur — var veiðin úr helsta
nytjastofni okkar, þorskstofnin-
um, um 406 þúsund tonn á ári.
Ef svo fer sem horfir um veiði til
næstu aldamóta verður meðal-
aflinn af þorski á ári frá 1976 til
aldamóta allt að 100.000 tonn-
um minni en á stjórnleysisárun-
um, og stofninn hraðminnkar.
Önnur staðreynd er að þrátt
fyrir að í ár voru æskilegustu
skilyrði í sjónum fyrir klak, að
mati Hafrannsóknastofnunar,
var klakið sára lélegt sjötta árið
í röð.
Telur þú að þessi hrað-
minnkandi þorskstofn og þetta
lélega klak árum saman skrifist
að öllu leyti á ofveiði, smáfiska-
dráp, tilviljanir og ófyrirsjáan-
legar og óviðráðanlegar að-
stæður í hafinu?
„Það eru ugglaust margar
ástæður sem þarna koma til.
Menn höfðu vænst þess að
með því að skilyrðin í sjónum
hafa verið aö batna mundu
seiðarannsóknirnar koma bet-
ur út. Á því að þessar mælingar
núna koma svona hroðalega
Illa út kunna menn ekki hald-
bærar skýringar. Þaö er m.a.
það sem við verðum að gefa
vísindamönnum okkar kost á
að leita frekari skýringa á.“
Enganveginn algóð
kerfi
— Hvað um hinn þátt spurn-
ingarinnar?
„Við höfum alltaf verið að
auka þekkingu okkar á þessu
sviði. Við höfum smám saman
verið að bæta stjórnunarað-
ferðirnar, en við höfum ekki
alltaf borið gæfu til þess að fara
að ráðleggingum fiskifræðing-
anna, bæöi vegna þess að
teknar hafa verið pólitískar
ákvarðanir um að fara fram úr
ráðleggingum þeirra og svo að
við höfum búið við það kerfi að
pólitískar ákvarðanir hafa ekki
haldið. Frá síðustu áramótum
höfum við búið við nokkuð ein-
falt kerfi í fiskveiðistjórnuninni.
Frá því að hafa búið við marg-
falt kerfi aflahlutdeildar, sókn-
artakmarkana og opið kerfi,
höfum við núna tiltölulega ein-
falt og undantekningalitið afla-
markskerfi. Það hefur skilað
sér t því að við sjáum strax að
það er auðveldara að halda
þeim ákvörðunum sem teknar
hafa verið. Það sýnir allavega
að við höfum verið aö þróa
þetta kerfi og ná betri árangri
að þessu leyti
— Þrátt fyrir þetta góða kerfi
minnkar aflinn og veiðiheimild-
irnar ár frá ári.
„Menn geta þá líka spurt sig
hvað hefði gerst ef við hefðum
gefið meira eftir, í hvaða stöðu
værum við þá? Ég hygg að þá
stæðum við í öðrum og miklu
alvarlegri sporum en við gerum
nú. Þau stjórnkerfi sem við höf-
um notað hafa engan veginn
verið algóð og vísindalegar
ráöleggingar ekki alfullkomnar,
en hvort tveggja höfum við
verið að bæta og þurfum að
bæta á næstu árum.“
Síst of varlega farið
— Veldur það þér ekki ugg
að við skulum núna, eftir að
hafa þegið vísindalega ráðgjöf
um uppbyggingu stofnanna í
20 ár, aftur vera komin í sömu
spor og við stóðum f, í áratugi,
áður en ráðgjöfin hófst, og það
þótt útlendingar hafi þá veitt
hátt á annað hundrað þúsund
tonn af þorski á ári til viðbótar
okkar veiði?
„Ég held að hver einasti ær-
legur íslendingur hljóti að hafa
af þessu miklar áhyggjur og
menn voru uppi með efasemdir
um að ég hefði tekið rétta póli-
tíska ákvörðun þegar ég ákvað
heildar fiskveiðiafla á þessu
ári. Flestir töldu að þá hefði átt
að ganga meira á svig við tillög-
ur fiskifræðinganna. Ég er
alveg sannfærður um, og ekki
síst eftir niðurstöður seiðarann-
sóknanna, aö það var síst of
varlega farið. Ég hygg að við
getum fremur sakað okkur um
að hafa á undanförnum árum