Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Síða 13
Viðtal
V
notaö óvissuna til þess að
ganga of nærri auðlindinni en
hitt. En ég minni svo aftur á að
við höfum verið að nýta auðl-
indina með öðrum hætti en
áður var, við höfum hafið veið-
ar í ríkum mæli á öðrum teg-
undum, þannig að það hafa
ekki orðið þær heildar breyting-
ar á afrakstri auðlindarinnar
sem breytingar á þorskstofnin-
um einum sýna. Auðvitað er
sjálfsagt að leggja mesta
áherslu á þorskstofninn því
hann er mikilvægastur, en
þegar við erum að tala um lífríki
sjávarins og afrakstur þess, þá
verðum við að líta á heildar-
myndina. Þess vegna hef ég
m.a. talið svo mikilvægt að
hefja fjölstofnarannsóknir.“
„Ég skal ekki dæma.
• •
— Ein þeirra ráðstafana
sem við höfum gert til að
vernda smáfisk og rækta upp
nytjastofna er aö stækka
möskva í veiðarfærum. Um leið
verndum við einnig aðra stofna
smávaxinna fiska, sem áður
voru veiddir en ekki nýttir, svo
sem gulllax, kolmunna, spærl-
ing og ef til vill fleiri, sem áður
voru veiddir og hent. Sjómenn
segja t.d. að mikið sé af gulllaxi
í hafinu, tuga metra lóðningar á
stórum svæðum. Eitthvað
þurfa þessir stofnar á éta. Er
hugsanlegt að þessir fiskar éti
það sem við erum að reyna að
ala og vernda, hrogn og seiði
nytjastofnanna, og málin hafi
snúist svo í höndunum á okkur
að stofnar sem við höfum engin
not af hirði afraksturinn af til-
raunum okkar til að efla nytja-
stofnana?
„Ég skal ekki dæma um þaö,
en á þessu sviði höfum við
verið að gera umfangsmiklar
tilraunir og það verður m.a.
hlutverk þess starfshóps sem
nú er aö fara af stað, og endur-
skoðunarnefndarinnar, að
gera tillögur um annars vegar
friðun ákveðinna svæða og
notkun veiðarfæra og hins veg-
ar. Á því sviði er Hafrannsókna-
stofnun stöðugt að leggja okk-
ur til meiri þekkingu með aukn-
um rannsóknum. Við það og
reynslu sjómanna verður
Sigmund segir stund
um meira í einni teikn
ingu en margir aörir
löngum greinum.
VÍKINGUR 13