Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Blaðsíða 23
SERSMIÐAÐAN MÆLINGABAT
„Það var fyrir löngu orðið tímabært að
endurnýja sjókort af strandlengju
landsins og raunar til skammar að
draga þetta svo lengi. Þau sjókort sem
nú eru í notkun byggja að nokkru leyti á
mælingum sem Danir gerðu með hand-
lóði um síðustu aldamót. Nú er loks
kominn skriður á málið og mælingar
hafnar með fullkomnustu tækni sem
völ er á,“ sagði Róbert Dan Jensson
stýrimaður hjá Sjómælingum íslands í
samtali við Víking.
Sérstakur bátur hefur
veriö smíöaöur til að
annast sjómælingar,
m/s Baldur. Báturinn var smíö-
aður á Seyðisfirði og var til-
búinn til notkunar um miöjan
maí á þessu ári. Baldur er
byggður fyrir fé úr Landhelgis-
sjóöi sem er jafnframt eigandi
hans. Báturinn er úr áli, hefur
tvö stýri og tvær vélar og ristir
aöeins 1,60 metra. Ekkert hefur
verið til sparað að gera bátinn
sem best úr garði og er hann
byggður samkvæmt Lloyds-
klassa. Fimm manna áhöfn er
um borð.
Kanar leggja til
tækin
Róbert Dan Jensson sagði
að um borð í Baldri væru full-
komin tæki af nýjustu gerð.
Samstarfssamningur var gerð-
ur við Hafrannsóknastofnun
bandaríska sjóhersins (NAV-
OCEANO) sem felur í sér að
stofnunin leggur til öll mælitæki
um borð og sendir starfsmenn
til að kenna notkun þeirra.
Jafnframt sér stofnunin um við-
hald tækjanna. í staðinn fær
bandaríska stofnunin afnot af
öllum mælingagögnum.
Um borð í Baldri er staðsetn-
ingartæki, dýptarmælirog tölva
sem hefur að geyma sjómæl-
ingaforritið HYPACK. Enn-
fremur hljóðhraðamælir og
svokallaður „Side Scan Son-
ar“.
Margvíslegar
mælingar
Það hafa orðið miklar fram-
farir á sviði sjómælinga síðan
Danir voru að mæla dýpið með
handlóði hér í eina tíð.
í mælingaforritinu um borð í
Baldri eru mælilínurnar, sem
Tækið sem þarna er
verið að sökkva í sjóinn
vinnur líkt og dýptar-
mælir en skannar útfrá
sér og er notað til þess
að tryggja að botninn sé
hreinn, til að finna og
skoða flök og á hernað-
artíma til að fylgjast
með tundurduflum og
öðru sem kann að vera í
sjónum til að granda
skipum.
VÍKINGUR 23