Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Page 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Page 39
GRÍSKA SKEMMTIFERÐASKIPIÐ OCEANO$ SÖKK VIÐ STRENDUR SUDUR-AFRIKU Sæmundur Guðvinsson blaðamaður 38 VÍKINGUR EKKISKIPVÉRJUM AD ÞAKKA AD ÖLLUM VAR BJARGAÐ Mörgum eru eflaust í fersku minni fréttir af því er gríska skemmtiferðaskip- ið OCEANOS sökk í óveðri út af ströndum Suður-Afr- íku í byrjun ágúst. Það tókst að bjarga öllum far- þegum og skipverjum, samtals 571 manns. Björg- unin þótti mikið afrek og ekki síst var borið lof á þyrluáhafnir hersins sem björguðu um 200 manns. Hins vegar sættu skipverj- ar OCEANOS þungum ákúr- um fyrir að hugsa fyrst og fremst um að bjarga eigin skinni og var skipstjórinn ekki barnanna bestur í þeim efnum. Fjölmiðlar í Suður-Afríku og víðar fjölluðu mikið um þennan atburð. Dugleysi fjölþjóðaáhafnar skipsins var harðlega gagnrýnt og farþegar fullyrtu að skip- verjar hefðu ruðst fyrstir í björgunarbáta og um borð í þyrlurnar þegar þær komu á vettvang. Dimm óveðursnótt Laugardagskvöldið 3. ágúst var OCEANOS á leið frá borg- inni East London til Durban með 387 farþega og 184 manna áhöfn innanborðs. Skipið var 40 ára gamalt, 7500 tonn að stærð. Flestir farþeg- anna voru rosknir Suður-Af- ríkanar en áhöfnin af ýmsu þjóðerni, Grikkir þó í meirihluta. Eftir þriggja tíma siglingu, eða um klukkan 23, slokknuðu Ijós- in um borð skyndilega og var þá tilkynnt að gat hefði komið á skrokk skipsins en búið væri að loka því og engin hætta á ferð- um. Vindur var hvass, átta til níu vindstig, og ölduhæð um sjö metrar. Um klukkan 23.30 var neyð- armerki gefið og farþegum sagt að klæðast björgunarvestum. Ljóst var að mikill leki var þá kominn að skipinu og síðar bar skipstjórinn að orsökin hefði verið sú að stimpill í vél hefði sprungið og gert gat á skrokk- inn. Margir urðu þó til að draga þessa skýringu í efa. Nálægum skipum var gert viðvart og þau komu þegar til aðstoðar en engin leið var að leggjast að skemmtiferðaskip- inu sökum sjógangs. Skipin lýstu hins vegar upp svæðið og áhafnir þeirra voru reiðubúnar að taka á móti björgunarbátum. Skömmu fyrir dögun var gefin skipun um að yfirgefa skipið sem þá var farið að síga í sjó. Slegist um bátana Lýsingar farþega á atburða- rásinni voru ekki beint fagrar. „Ég reiddist ákaflega þegar ég sá að yfirvélstjórinn var einna fyrstur til að klifra um borð í björgunarbát í stað þess að aðstoða farþegana. Og ekki bætti það úr skák aö skips- læknirinn var einnig meðal þeirra fyrstu til að forða sér. Ég var meðal hinna síðustu frá borði og var hífður upp í þyrlu 25 mínútum áður en skipið sökk,“ sagði Kevin Ellis í sam- tölum við fjölmiðla, en hann var í hópi skemmtikrafta um borð í OCEANOS. Annar farþegi, Mercia Schuitz, sagðist hafa komist um borð í björgunarbát ásamt manni sínum og 10 mánaða gömlu barni þeirra. „Það voru 33 farþegar og 12 skipverjar um borð í bátnum, en þegar átti að láta hann síga niður höföu skipverjar ekki hugmynd um hvernig ætti að framkvæma það. Loks tókst þó að koma bátnum niður og hann rak frá hinu sökkvandi skipi. Þegar okkur bar að hjálparskipi ýtti einn skipverja okkur hinum til hliðar og stökk um borð í hjálparskipið án þess að skeyta neitt um aðra," sagði Mercia. Fleiri farþegar báru að skip- verjar hefðu ekki haft neina kunnáttu til að sjósetja björgun- arbáta og fleka. En um leið og tekist hefði að koma bát niður hefðu skipverjar rutt farþegum frá til að komast sjálfir um borð. Talsmaður útgerðarinnar sagði síðar að nauðsynlegt hefði verið að skipverjar væru um borð í björgunarbátunum til að aðstoða farþegana og hjálpa þeim upp í nálæg skip. Það tókst að sjósetja sjö báta sem fóru meira og minna hálftómir frá skipinu en fólkinu í þeim var bjargað af áhöfnum nálægra skipa. Björgunarþyrlur á vettvang Um leið og birti komu Puma- þyrlur flughers Suður-Afríku á vettvang. Fjölmiðlar í landinu segja að þarna hafi verið um að ræða áhrifamestu björgun sem þar hafi átt sér stað. í viðtali við einn flugstjóranna kom fram að Hercules C 130 flugvél hefði sveimað yfir slysstaðnum og leiðbeint þyrl- unum. Þessi flugstjóri og áhöfn hans fór þrjár ferðir út að OCEANOS. í fyrstu ferðinni voru 15 manns hífðir upp og fluttir í land og síöan 20 í hvorri ferð eöa samtals 55 manns. Til samanburðar má geta þess að björgunarþyrla Land- helgisgæslunnar getur tekið um sex manns í einu viö hífing- ar af sjó ef skilyrði eru hagstæð og má af því marka muninn á þeirri þyrlu og Puma-þyrlunum sem þarna voru notaðar. Um svipað leyti og fyrstu þyrlurnar komu á vettvang hall- aðist OCEANOS skyndilega um 20 gráður á stjórnborða og nokkrir skelfdir farþegar stukku fyrir borð í björgunarvestunum og var bjargað af skipunum sem voru í kringum hið sökkv- andi fley. Þyrlurnar björguðu um eða yfir 200 manns, þeim síðustu undir hádegi á sunnu- dag en þá var halli skipsins orð- inn um 70 gráður. Tveimur tím- um seinna var OCEANOS sokkið um 2,2 km frá strönd- inni, en tekist hafði að bjarga öllum sem voru um borð. Skipverjar hlupust undan merkjum Áhöfn OCEANOS var frá ýmsum löndum. Flestir skip- verjar voru frá Grikklandi, en auk þess voru menn frá Egyptalandi, Filippseyjum, Ungverjalandi, Bretlandi, Mauritaniu og Seychill-eyjum. Samkvæmt frásögn farþega hlupust flestir skipverjar undan merkjum og hugsuðu fyrst og fremst um að bjarga sjálfum sér. Fæstir þeirra virtust kunna nokkuð til björgunarstarfa, svo sem að sjósetja bátana. Það var fólk úr hópi farþega og starfsmanna ferðaskrifstofunn- ar sem var með skipið á leigu sem gekk í störf skipverja viö björgunaraðgerðir. Skipstjóri skemmtiferða- skipsins, Yiannis Avranas, liggur undir sérstöku ámæli fyrir að hafa brugðist skyldum sínum. Farþegar sögðu til dæmis að einn björgunarbát- anna sem tókst að sjósetja hafi reynt að koma aftur upp að skipinu. Skipstjórinn hafi verið beðinn að fara upp í brú til að leiðbeina bátnum en hann hafi Ocenos komlð á hliðlna og er aö sökkva. VÍKINGUR 39 j

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.