Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Page 40
OCEANOS
Yiannis Avranas skip-
stjóri var meðal þeirra
fyrstu sem fóru fró
borði.
Kynntu þér rétt þinn til bóta frá Tryggingastofnun rlkisins.
Allar upplýsingar er að finna I bækllngum okkar. -
Gefðu þér tfma og kynntu þér rétt þinn—það getur borgaö sig.
|#I) TRYGGINGASTOFNUN
|1ÉJ RÍKISINS
FéjBSí'ogl ÖtVögi
ö Norðuriöndum
aðeins hrist höfuðið og sagt:
„Ég veit að það er bátur þarna,
en það er ekkert sem ég get
gert.“
Þá bætti það ekki úr skák aö
Avranas skipstjóri yfirgaf skipið
um klukkan níu á sunnudags-
morgun með einni af fyrstu
björgunarþyrlunum. Farþegar
báru að hann hefði ýtt fullorð-
inni konu til hliðar svo hann
kæmist á undan upp í þyrluna.
Hann gaf síðar þá skýringu að
hann hefði þurft að fara í land til
að stjórna björgunaraðgerðun-
um þaðan. Sú skýring þótti létt-
væg og ekki í samræmi við þá
reglu að skipstjóri yfirgefi skip
sitt síðastur. Þegar Avranas fór
frá borði var fjöldi fólks þar enn-
þá. Hann er 51 árs að aldri og á
að baki 30 ára sjómennsku.
Rannsóknarnefnd
skipuð
Samgönguráðherra Suður-
Afríku skipaði sérstaka rann-
sóknarnefnd til að fara ofan í
saumana á þessu sjóslysi og
þótti engum mikið. Mörgum
spurningum er ósvarað og er
þá fyrst til að taka orsakir þess
að leki kom að skipinum með
þeim afleiðingum að það sökk.
Þá þarf að svara mörgum
spurningum varðandi fram-
komu skipstjórans og áhafnar
hans eftir að hættuástand
skapaðist.
í umræðum erlendra fjöl-
miðla um þetta mál er einkum
tvennt sem ber hæst. í ööru lagi
óstjórn og kunnáttuleysi skip-
verja á OCEANOS og hins
vegar örugg stjórn björgunar-
aðgerða úr landi og þá ekki síst
afrek áhafnanna á Puma-þyrl-
unum. Talið er fullvíst að ekki
hefði tekist að bjarga öllum frá
borði ef þyrlurnar hefðu ekki
komið til skjalanna.
Samtök sjómanna í ýmsum
löndum hafa notað þetta atvik
til að rifja upp önnur sjóslys að
undanförnu. Má þar nefna
þegar Free Enterprise hvolfdi
og 188 fórust, strand olíuskips-
ins Exxon Valdez og brunann
um borð í ferjunni Scandinavi-
an Star þar sem liölega 160 fór-
ust. Sjómenn telja að ýmislegt
hafi orðið til að draga úr öryggi
um borð í skipum. Má þar nefna
að sparnaðarráðstafanir út-
gerðarfélaga hafi orðið til þess
að mjög hafi dregið úr þjálfun
áhafna, ennfremur fækkun
skipverja og ráðning manna frá
láglaunalöndum sem hafi enga
hefö í sjómennsku og sigling-
um. Skip séu í vaxandi mæli
mönnuð fjölþjóðaáhöfnum
sem hafi það í för með sér að
skipverjar skilji ekki hver ann-
an.
Hvað sem því líður þá hugs-
uðu víst margir farþega
OCEANOS svipað og kona úr
þeirra hópi sem sagði eftir að
henni hafði verið bjargað: „Ég
fer aldrei framar um borð í
skip.“
40 VÍKINGUR