Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Side 41
FJORÐUNGUR SKIPVERJA ER ÚTLENDINGAR FJÖLMENN RÁÐSTEFNA UM MÖNNUN, SKRÁNINGAR OG REKSTUR KAUPSKIPA Sú staðreynd að í byrjun þessa árs sigldi minnihluti ís- lenska kaupskipaflotans undir eigin þjóðfána og um fjórðung- ur skipverja var útlendingar sýnir að hér stefnir í algjört óefni ef ekkert verður að gert. Þessi mál voru tekin til umræðu á sérstakri ráðstefnu sem hald- in var í lok maí. Markmið ráð- stefnunnar var fyrst og fremst að .draga saman og koma á framfæri upplýsingum sem snerta íslenska farmannastétt og kaupskipaútgerð. Þeir aðilar sem stóðu að ráð- stefnunni voru samgönguráðu- neytið, Farmanna- og fiski- mannasambandið, Félag mat- reiðslumanna, Samband íslenskra kaupskipaútgerða, Siglingamálastofnun, Vinnu- málasamband samvinnufélag- anna og Vinnuveitendasam- band íslands. Fjöldi erinda var fluttur á ráðstefnunni og auk ís- lendinga fluttu fulltrúar frá Dan- mörku og Noregi erindi og skýrðu frá því hvernig þessi mál hefðu verið leyst í þeirra löndum. Vandamálið í nefnd í erindi sem Ólafur S. Valdi- marsson, ráðuneytisstjóri sam- gönguráðuneytisins, flutti kom meðal annars fram að fyrrver- andi samgönguráðherra skip- aði nefnd til að vinna sérstak- lega að vandamálum kaup- skipaútgerða og farmannastéttarinnar. í skipun- arbréfi nefndarinnar segir svo: „Verksvið nefndarinnar verð- ur að endurskoða gildandi lög og reglur um skráningu og mönnun íslenskra kaupskipa. Þetta verður gert með það að markmiði að skapa íslenskum kaupskipaútgerðum sambæri- legan rekstrargrundvöll og er í nágrannalöndunum. í starfi sínu skal nefndin hafa hliðsjón af lögum annarra Norðurlanda um alþjóðlegar skipaskráning- ar og reynslu þessara þjóða af alþjóðlegri skipaskráningu." í nefndinni eiga sæti fulltrúar samgöngu- og fjármálaráðu- neytis, fulltrúar frá hagsmuna- samtökum farmanna og full- trúar kaupskipaútgerðanna. Ólafur S. Valdimarsson sagði að nefndin leitaðist við að af- marka þá þætti í rekstrarum- hverfi kaupskipanna sem mætti hafa áhrif á til þess að kaupskip sem skráð væru und- ir íslenskum fána stæðu jafn- fætis skipum undir erlendum fánum. Útlendingum fjölgar Guðlaugur Gíslason frá Stýrimannafélagi fslands var meðal þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnunni. Hann birti tölur sem sýndu vaxandi hlutdeild útlendinga um borð í íslenskum kaupskipum. Þar kom fram, að í febrúar á þessu ári var 461 staða um borð í kaupskipunum sem voru 41 að tölu. f 350 stöð- um voru íslendingar eða 75,8% og 112 útlendingar eða 24,2%. Hlutur útlendinga hafði vaxið um 5,7% á einu ári. Guðlaugur sagði að ef íslendingar væru í öllum þeim störfum á skipunum sem útlendingar sinntu nú væri það fullt starf fyrir um 160 manns. Á öllum skipunum gæti því verið um að ræða fullt starf fyrir 650-700 manns. Hér væri um að ræða atvinnuveg sem íslenskt þjóðfélag hefði ekki efni á að líta á sem afgangs- stærð sem engu máli skipti. í máli Einars Hermannsson- ar frá SÍK kom meðal annars fram, að þótt lægri launakostn- aður væri sá einstaki þáttur sem vægi þyngst í útflöggun kaupskipanna kæmi fleira til. Þar mætti nefna hagstæðari mönnun en undir íslenskum skráningarfána, há opinber gjöld af þinglýsingum við kauþ og sölur skipa hérlendis, möguleika á hagstæðara vinnufyrirkomulagi á skipun- um, takmarkanir á innflutningi skipakosts vegna aldurs sem væru úr takt við meðalaldur kaupskipa í heiminum, úreltar heimildir til fjármögnunar og lántöku, kostnaðarsamt bankakerfi við lántökur og ís- lenskar sérkröfur um skoðanir og búnað skipa. Gefið hefur verið út sérstakt hefti með öllum erindunum sem flutt voru á ráðstefnunni en hana sátu 70-80 manns. Sæmundur Guðvinsson blaðamaður VÍKINGUR 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.