Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Qupperneq 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Qupperneq 45
MÝJUNGAR TÆKMI mynd á stuttum fjarlægöum skýrari vegna betri upplausnar. SR 240 er bæði fjölstefnusónar meö 90° höllun á botnstykki og 180° sektor sónar, auk þess fjölgeisla dýptarmælir. Meö þessu móti verður sjónsvið stærra þar sem hægt er að sjá hluti í tveim víddum bæði lárétt og lóðrétt. Sónarmyndin grein- ist vel og er sýnd í 64 litum á 20 tommu skjá. Að sögn framleið- anda hafa truflanir minni áhrif á SR 240 en eldri gerðir. Stöðug dagrétting allra upplýsinga á skjánum auðveldar skipstjór- anum að meta torfurnar og sjálfvirk eltun lóðninga gefur honum nákvæmar upplýsingar um hraða og stefnu torfunnar sem hann hefur ákveðið að kasta á. Allt þetta hefur svo í för með sér að skipstjórinn áttar sig betur á því hvernig hann á að nálgast veiðina. SR 240 hefur innbyggt forrit til að reikna stærð fimm lóðn- inga í einu. Þetta auðveldar skipstjóranum ennfrekar að velja heppilegustu torfuna. Á togveiðum kemur stefnulína skipsins fram á skjánum og einnig stefnulína fyrir vörpuna. Senditíðni er 24 kHz, mesta fjarlægðasvið 6400 metrar en minnsta 200 metrar. Höllun er rafeindastýrð frá +10° til -90°. SR 240 hefur tengingu fyrir gögn frá gýró, vegmæli, sigl- ingatækjum, vindmæli, dýptar- Það skiptir miklu máli fyrir skipstjóra á fiskiskipi að þekkja kjörhitastig þeirrar fiskitegund- ar sem hann sækist eftir hverju sinni. Og þvi er mikilvægt að geta fylgst nákvæmlega með hitastiginu á veiðisvæðinu. Japanska fyrirtækið Furuno El- ectric framleiðir sjávarhita- mæla sem mæla mjög ná- kvæmlega yfirborðshita sjávar. Hitamælir þessi sem kallast T-2000 sýnir hitastigið með stórum tölustöfum á LCD skjá. Tölustafirnir eru 22 mm háir og sést því á mælinn þvert yfir stýrishúsið. Sjávarhitinn er sýndur í farhenheit- eða celcíusgráðum. Hitaneminn er á botni skipsins og mælir hit- ann á því dýpi þar sem neminn er hverju sinni. Á skjá mælisins í brúnni eru örvar sem sýna hægfara hækkun eða lækkun sjávarhitans og síðan er hægt að stilla inn hærri og lægri mörk kjörhitans; ef hitinn fer yfir mörkin ergefin viðvörun. Þegar búast má við snöggum hita- breytingum er stillt inn leyfileg hitastigsbreyting við svokall- mæli, ITI og FS vörpukerfum. Friðrik A. Jónsson, Fiskislóð 90, Reykjavík hefur umboð fyrir Simrad hér á landi. aða sker aðvörun (shear al- arm). Helst er að vænta snöggra hitabreytinga þar sem mætast heitur og kaldur haf- straumur, en einmitt þar má líka búast við góðum afla. Frá T-2000 má flytja gögn til annarra tækja svo sem skjá- rita, lita dýptarmælis, tölvu o.s.frv. T-2000 tekur mjög lítið rafafl eða minna en 1 watt frá 10-15 volta jafnstraumsneti. Umboð fyrir Furuno á íslandi hefur Skiparadíó hf., Fiskislóð 94, Reykjavík. Kringlunni. Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfjaskrín fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili. Almennur sími 689970. Beinar línur fyrir lækna 689935. SR 240 er sambyggður fjölgeisla sónar og fjöl- geisla dýptarmælir. Hitamælirinn T-2000 mælir sjávarhitann mjög nákvæmlega og gefur viðvörun ef hann fer yfir innstillt mörk. VÍKINGUR 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.