Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1991, Qupperneq 51
MARKAÐSFRETTIR
Berufjarðarál. Af aflanum fara
100 tonn í söltun en afgangurinn í
bræðslu. Það fara um 50.000
tonn af síldaraflanum í bræðslu og
verksmiðjurnar bítast um hráefn-
ið. Við erum fyrst og fremst að
afla hráefnis fyrir verksmiðjuna í
Grindavík. Við vitum hins vegar
ekkert hvað við fáum fyrir sfldina,
það þorir enginn að nefna neitt
verð. Það hefur nú oft verið
þannig en nú sýnast mér menn
vera óvenju feimnir."
Hábergið er með á sjöunda þús-
und tonna sfldarkvóta og er hann
allur fenginn í skiptum fyrir bol-
fisks- og rækjukvóta sem skipinu
var úthlutað en Hábergið er fyrst
og fremst loðnuskip. Sveinn átti
von á því að þeim tækist að klára
kvótann í lok nóvember ef allt
gengi vel. En nú eru þeir famir að
lóða á loðnuna fyrir norðan land.„
Já, þeir fundu mikið af loðnu á
300 mflna löngu svæði frá Víkurál
og austur undir Kolbeinsey og
eins norður af Horni. Skipstjór-
arnir á leitarskipunum sögðu að
þetta hefði verið eins og í bestu
loðnuárum. Ef ekki á að hleypa
okkur í þetta eru fiskifræðingarn-
ir að hafa stéttina að fíflum, það
væri hreinn skrípaleikur. Mér
sýnist þetta staðfesta þá skoðun
sjómanna að það sé óhætt að
veiða 6-700.000 tonn úr stofnin-
um á ári.“-
Attu von á því að þið farið í loðnu-
na ef veiðar verða heimilaðar í
haust? „
Það fer eftir ýmsu. Ef hún er
fyrir vestan gæti svo farið því þá
er hagkvæmt að sigla með hana
suður fyrir til Grindavíkur. Ann-
ars getum við alveg beðið fram
yfir áramót, við eigum ekki von á
að fá það mikinn kvóta að við
komumst ekki yfir að veiða hann
á vorvertíðinni. Ef hins vegar
verður farið í aðra leit þá erum við
í þeim hópi sem fer, við erum í
næsta leitarhópi," sagði Sveinn
ísaksson á Háberginu frá Grinda-
vík.
ÞORSKUR Samdrátturinn á framboði á íslenskum þorski á bresku
mörkuðunum heldur áfram og þegar septembermánuði lauk hafði
verið landað 43% minna af þeim gula í Bretlandi en á sama tíma í
fyrra. Aukningin á íslensku mörkuðunum er nokkur en samt ekkert
nærri því að vega þetta upp. Skýringin sem heyrist á þessu er sú að
vinnslan haldi sínum hlut en aflasamdrátturinn komi niður á mörk-
uðunum, einkum þeim erlendu því sala á fiski þar hefur í för með sér
kvótaskerðingu. Samdrátturinn heldur áfram því í september var
aðeins landað 1.074 tonnum af þorski í Bretlandi á móti 1.317
tonnum í ágúst. Verðið tók líka mikinn kipp, meðalverð á kíló var
1,68 pund í september eða 173,94 krónur á móti 1,37 pundum í
ágúst. Minna var einnig selt af þorski á íslensku mörkuðunum í
september, 1.235 tonn á móti 1.391 tonni í ágúst. Verðið hafði heldur
þokast upp á við, að meðaltali fengust 93,43 kr. fyrir kílóið í septem-
ber á móti 86,39 kr. í ágúst.
ÝSA Ekki virðist vera eins mikill samdráttur á ýsu og þorski í
breskum höfnum. Á fyrstu níu mánuðum ársins var landað þar
27,5% minna af ýsu en á sama tíma í fyrra. í september var landað
þar 989 tonnum á móti 1.072 tonnum í ágúst. Verðlagsþróunin
virðist hafa fest í sessi ný hlutföll því ýsuverðið hefur verið lægra en
þorskverðið að undanförnu og svo ereinnig nú. íseptemberfengust
1,55 sterlingspund eða 160,89 kr. að meðaltali fyrir ýsukílóið og
hafði hækkað úr 1,35 pundum í ágúst. Á íslensku mörkuöunum var
landað 610 tonnum af ýsu í september sem er 250 tonnum minna en
íágúst. Verðið hafði líkahækkað nokkuð, úr 92,12 kr. í ágúst í 101,75
kr. sem fengust að meðaltali fyrir kílóið í septembermánuði.
KARFI Öfugt við bæði þorskinn og ýsuna hefur framboð á karfa
aukist á erlendu mörkuðunum það sem af er árinu en dregist heldur
saman á þeim innlendu. Munurinn er þó svo lítill á báðum stööum að
varla telst marktækt. í september var landað 1.810 tonnum af karfa í
þýskum höfnum ámóti 1.077 tonnum íágúst. Þaðerekkertóalgengt
að salan sé minni yfir sumarið en aukist með haustinu. Verðið hefur
að heita má staðið í stað milli mánaða, var 2,74 mörk í ágúst en hafði
hækkað í 2,77 mörk í september en þá fengust að meðaltali 97,79
kr. fyrir kílóið í þýskum höfnum. Framboðið á íslensku mörkuðunum
hafði heldur glæðst í september, úr 447 tonnum í ágúsf í 766 tonn í
september. Verðið haföi hins vegar lækkað örlítið, úr 35,47 kr. fyrir
kílóið að meðaltali í ágúst í 34,83 kr. í september.
UFSI Framboöió á ufsa í Þýskalandi hefur minnkað það sem af er
árinu miðað við sama tíma í fyrra og nemur samdrátturinn tæpum
fimmtungi. Verðiö hefur hins vegar hækkað um 12%. Framboðið er
heldur að glæðast núna því í september var landað 553 tonnum af
ufsa í þýskum höfnum á móti 448 tonnum í ágúst. En verðið heldur
áfram að hækka og er meö því hæsta sem sögur fara af. (seþtem-
berfengust að meðaltali 2,91 mark eða 102,90 kr. fyrir kílóiö af ufsa
en í ágúst var meðalverðið aðeins 2,39 mörk. Sömu sögu er að
segja af íslensku mörkuðunum, þartók ufsaframboðið mikinn kipp í
september, fór úr 1.264 tonnum í ágúst í 2.009 tonn. Og verðið
hækkaði líka, úr 56,66 kr. í ágúst í 62,54 kr. að meðaltali fyrir
ufsakílóið í septembermánuði.
VÍKINGUR 51