Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Qupperneq 19
Hann eigi því eftir að vakna upp í vetur við að kvótinn er búinn og segja við sjálf- an sig að hann hafi verið „djöfuls fífl að sækja í öllum veðrum og kvótinn bú- inn“. Inn í þessa umræðu bætir Marteinn þeirri staðreynd að samkvæmt nýja kerf- inu megi þeir róa 80 daga á ári. Taki þeir það tvöfalt megi þeir ekki róa næsta ár á eftir. „Þetta verður helvíti gott þegar við róum bara annað hvert ár - ef það verður ekki búið að breyta reglunum enn og aftur,“ segir hann og hristir hausinn. ÞESSI VAR VÖRUBÍLSTJÓRI SVO HANN TELST EKKI MEÐ Jóhann heldur því hins vegar fram að sjómennirnir geti að hluta sjálfum sér um kennt. „Við höfum ekki verið með neinar marktækar tillögur sem stjórn- málamennirnir hafa hlustað á. Tillögur koma héðan og þaðan og svo þegar farið er að samræma þær kemur þessi vitleysa út.“ Ekki vill Sigurður taka alveg þegjandi undir þessar fullyrðingar Jóhanns, en viðurkennir að sjómenn séu sundruð stétt. „Samt er þetta stjórnvöldum að kenna. Þegar farið var út í þetta úreld- ingarkjaftæði á kvótabátunum og koma mönnum undir hungurmörk með kvótaleysi var öllum att út í að kaupa og smíða krókabáta. Sá floti stækkaði um allan helming og það sitja þeir uppi með. Þá er farið í að grisja þennan flota, sem er orðinn alltof stór,“ segir Sigurður og Jóhann grípur orð hans á lofti og segist ekki hafa meint að ástandið væri ein- göngu sjómönnum að kenna heldur aðeins að hluta til. „Þetta kvótakerfi er búið að gera allt vitlaust,“ segir Marteinn. Jóhann hefur sína skýringu á ástand- inu. Togarar hafi byrjað á að kaupa upp bátana með kvótanum, bátarnir hafi verið úreltir og þeir menn farið inn í krókakerfið. „Eg var einn af þeim og Sigurður líka. En þessi var náttúrulega vörubílstjóri svo hann telst ekki með,“ segir Jóhann hlæjandi og bendir á Martein. „Þetta kvótakjaftæði er farið að snúast urn peninga. Þeir sem eiga kvótann þurfa ekkert að vinna heldur leigja bara kvótann. Hinir verða að leigja hann og svo sitja einhverjir sægreifar heima í stofu og taka við 90-100 krónum á kílóið,“ segir Sigurður og er farið að hitna í hamsi. „Svo er verið að tala um að stórút- gerðirnar geri það svo gott, en þetta virkar þannig að ríkið kaupir allan kvót- ann fyrir þá. Ef það er gróði á þessum íyrirtækjum er keyptur meiri kvóti og hann leigður út. Skip útgerðanna eru á utankvótafiskiríi og rækju en einhverjir kvótalausir vesalingar að fiska úr kvóta Smábátum fjölgar á sumrin í Ólafsvík. R.SIGMUNDSSON HF. SIGLINGA - OG FISKILEITARTÆKI TRYGGVAGÖTU 16 101 R. SÍMI: 562 2666, FAX: 562 2140
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.