Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Page 20
útgerðanna. Þá verður meiri hagnaður og aftur er keyptur meiri kvóti og hverjir tapa? Auðvitað sjómennirnir og svo ríkið, því þetta eru skattpeningar ella.“ Marteinn er svartsýnn og segir að enginn geti lifað eftir þeim forsendum sem gefnar eru út af stjórnvöldum. SETJA HNÍFINN í KJAFTINN Á HVERJUM EINASTA TITTI „Við vorum í þrjú ár að laga okkur að breyttu kerfi, sem aftur var breytt í fyrra. Á vorþinginu var öllu snúið við aftur. Maður veit aldrei hvenær maður er rétt- um megin við kerfið og það er óþolandi. Einfaldast væri að setja hámark á alla báta, sumir ná því og aðrir ekki. Kvótakerfið skapar svindl og svínaríi sem allir taka þátt í og grandvarir menn eru allt í einu orðnir rummungsþjófar og lögbrjótar.“ Það er óopinber staðreynd að króka- bátar hafa verið að taka fisk af snurvoð- arbátum og landa honum. Svo kemur Sigurður Pétursson á banndegi. Fiskistofa að leita að krókaförum í fiskinum, en sjómennirnir hafa séð við því og setja hnífinn í kjaftinn á hverjum einasta titti. Ekki voru þeir á því að viðurkenna að þetta væri þeirra háttur en könnuðust við málið. Jóhann segir að Marteinn hafi borið fram góða tillögu í fyrra. Hún felst í því að allir bátar fái 50-60 tonna aflahá- mark. „Sumir bátar fiska ekki nema 5-10 tonn og aðrir meira. Einhverjir munu ná hámarkinu og það er fínt. En stjórn- málamennirnir sjá þetta ekki því þeir margfalda allan flotann; ellefu hundruð bátar sinnum 60 tonn, og fá út ægilega tölu. En með breytingu gætu allir lifað sæmilega af sínum veiðum og losnað við að standa í einhverju rugli til að halda sér og sínum á floti,“ segir Marteinn og hinir eru sammála og taka undir það að skilyrðin verði að vera í lagi. Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir Dúkurinn er margnota, vatnsvarinn og er auðvelt að þrífa hann. Dúkarnir og servíetturnar fást í ýmsum litum og eru unnin úr hágæða pappír. 20 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.