Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 20
útgerðanna. Þá verður meiri hagnaður og aftur er keyptur meiri kvóti og hverjir tapa? Auðvitað sjómennirnir og svo ríkið, því þetta eru skattpeningar ella.“ Marteinn er svartsýnn og segir að enginn geti lifað eftir þeim forsendum sem gefnar eru út af stjórnvöldum. SETJA HNÍFINN í KJAFTINN Á HVERJUM EINASTA TITTI „Við vorum í þrjú ár að laga okkur að breyttu kerfi, sem aftur var breytt í fyrra. Á vorþinginu var öllu snúið við aftur. Maður veit aldrei hvenær maður er rétt- um megin við kerfið og það er óþolandi. Einfaldast væri að setja hámark á alla báta, sumir ná því og aðrir ekki. Kvótakerfið skapar svindl og svínaríi sem allir taka þátt í og grandvarir menn eru allt í einu orðnir rummungsþjófar og lögbrjótar.“ Það er óopinber staðreynd að króka- bátar hafa verið að taka fisk af snurvoð- arbátum og landa honum. Svo kemur Sigurður Pétursson á banndegi. Fiskistofa að leita að krókaförum í fiskinum, en sjómennirnir hafa séð við því og setja hnífinn í kjaftinn á hverjum einasta titti. Ekki voru þeir á því að viðurkenna að þetta væri þeirra háttur en könnuðust við málið. Jóhann segir að Marteinn hafi borið fram góða tillögu í fyrra. Hún felst í því að allir bátar fái 50-60 tonna aflahá- mark. „Sumir bátar fiska ekki nema 5-10 tonn og aðrir meira. Einhverjir munu ná hámarkinu og það er fínt. En stjórn- málamennirnir sjá þetta ekki því þeir margfalda allan flotann; ellefu hundruð bátar sinnum 60 tonn, og fá út ægilega tölu. En með breytingu gætu allir lifað sæmilega af sínum veiðum og losnað við að standa í einhverju rugli til að halda sér og sínum á floti,“ segir Marteinn og hinir eru sammála og taka undir það að skilyrðin verði að vera í lagi. Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir Dúkurinn er margnota, vatnsvarinn og er auðvelt að þrífa hann. Dúkarnir og servíetturnar fást í ýmsum litum og eru unnin úr hágæða pappír. 20 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.