Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Page 25
Þegar útsendari Sjómannablaðsins Víkings var á Höfn í Hornafirði lá leiðin meðal annars í einn beitningasknranna. Þar var Magnús Einarsson að stokka npp línu, línu sem var nú búið að tjörubera Úr verbúð við höfnina á Hornafirði barst torkennileg lykt út á götu. Þar inni var Magnús Einarsson að stokka upp línu í makindum. Lyktin átti sér þá skýringu að Magnús var nýbúinn að tjörubera línuna. Hann er með tuttugu bala undirslegna fyrir sautján tonna bát. „Það handbeita fáir, því flestir bátar eru komnir með beitningavél. Þetta er bara aukavinnan mín með skólanum," segir Magnús, en hann er í vélaverðinum í Fjölbrautaskólanum. „Það þarf orðið próf á allt sem flýtur og engin undankoma." ALGENGT AÐ EIGINKONURNAR SJÁI UM AÐ STOKKA UPP Magnús segist vera í aðgerð á kvöldin á fiskmarkaðnum og stokka upp línur fyrir þá sem þurfa. I brælum er námið stundað af kappi. „Annars er orðið algengt að eiginkonurnar sjái um að stoltka upp línuna fyrir mennina meðan þeir eru á sjónum.“ Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir Magnús Einarsson var nýbúinn að tjarga línuna og var að stokka upp sautján bala. 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.