Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 53
Talið berst strax að kvótaskerðingu og aflaleysi. Þegar Hólmanesið kom nýtt til Eskifjarðar árið 1974 voru aðrir tímar en nú. Sigurður hefur verið skipstjóri á Hólmanesi frá upphafi. „Það er bara hundleiðinlegt að standa í þessu í dag. Maður er á eilífu flakki um miðin á flótta undan þorski. Heilu túr- arnir gera farið í það að flýja þorskinn. I raun hefur allt snúist við í veiðunum í dag,“-segir Sigurður en er ekki svartsýnn á framtíðina. ÞORSKSTOFNINN NÆST UPP AFTUR „Eins og staðan er í dag myndi ég ekki ráðleggja neinum ungurn manni að leggja fyrir sig sjómennsku en ég hef trú á að þorskstofninn náist upp aftur. Um aldamótin verður aflinn kominn í samt lag eins og forðum. En þá verð ég ekki meðal þeirra sem eltast við þorskinn því ég stefni á að hætta sjómennskunni smátt og smátt. Ég hef þegar dregið úr úthaldinu miðað við það sem áður var. “ Sigurður segist hafa lagt til hliðar í gegnum árin svo starfslokin verði auð- veld. Ekki segist hann vera búinn að koma sér upp sérstöku tómstundagamni til að hverfa að. Það sé ekki auðvelt fyrir sjómenn að stunda áhugamál eða félagsstörf. En hann er ekki í vafa um að eitthvað komi upp í hendurnar á honum síðar. Samtalið fer fram í brúnni á Hóimanesinu daginn sem skipið landaði góðum blönduðum afla, þorski og ufsa, sem fékkst austur af landinu. Brúin er hlaðin tækjum og ekki úr vegi að álykta sem svo að með minnkandi afla hafi tækjakostur aukist til muna því það er varla hægt að skáskjóta sér um brúna. Sigurður klappar tölvunni við skip- stjórastólinn og segir að hún hafi reynst bylting fyrir skipstjórnendur. „Hér geymum við allar upplýsingar um veiðislóðir og hefur tölvan reynst okkur ómetanlegt hjálpartæki," segir hann. HILMIR í SLEFI Besti túrinn sem Sigurður man eftir var í alla staði óvenjulegur. Eftir nokkra daga á veiðum höfðu þeir fyllt skipið af grálúðu, alls 241 tonn. A landleið barst þeim hjálparbeiðni frá Hilmi sem hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna. Hólma- nesið tók Hilmi í tog og dró til hafnar. Hann segir að ekki hafi verið neitt að veðri og því hafi ferðin heim gengið ágætlega nema hvað það er alltaf vanda- samt að sigla fulllestuðu skipi með annað í togi. Þessi túr reyndist sá verðmætasti, því ofan á aflahlut komu björg- unarlaunin fyrir Hilnti. AFLA ER LANDAÐ UTAN MARKAÐA Á Hólmanesinu er allur afli ísaður í kör í stað kassa. Sigurður segir að það sé fljótlegra og auðveldara að ísa í körin en hins vegar dugi kassarnir betur þegar farið sé í lengri túra, til dæmis í Smug- una. Ástæðan er sú að ísingin helst betur í minni kössum en stórum körum. Hólmanesið er nánast óbreytt, en Sig- urður telur að hefði skipinu verið breytt, til dæmis í hálffrystiskip, hefði verið auð- veldara að aðlagast breyttum aðstæðum. Hólmanesið hefur siglt til útlanda að meðaltali einu sinni til tvisvar á ári. Sérstaða Hólmanessins er ekki síst fólgin í því að öllum afla er landað utan mark- aða. Eigandi er Hólmi hf. sem er félag Hraðfrystihúss Eskifjarðar og Kaupfé- lags Héraðsbúa. Til skamms tíma var hluti aflans gerður upp á markaðsverði en núna er afli seldur á föstu verði sem er lægra en markaðirnir bjóða. Ekki vildi Sigurður fullyrða neitt um hvað mis- munurinn á föstu verði og markaðsverði gerði í prósentum á ári. HEF HALDIÐ MIG UTAN VIÐ DEILURNAR „Ég hef haldið mig utan við deilurnar um fiskverðið sem hafa kostað verkfall hérna. Ég hef litið svo á að ég sé ágætlega settur og hef unnið hjá þessari útgerð í áratugi. Mér hefur alltaf líkað vel við Aðalstein Jónsson útgerðarmann og hann hefur reynst mér vel. Ég get hins vegar vel skilið að ungu mennirnir eigi erfitt með að sætta sig við að vera eftirbátar annarra togarasjómanna," segir Sigurður. ALLTAF LIÐIÐ VEL Á SJÓ Mundirðu fara í Stýrimannaskólann í dag efþú værir ungur maður? „Ég veit það ekki. Mér hefur alltaf liðið vel á sjó og gengið vel. Sem ungur maður vildi ég fara í Verslunarskólann en hafði ekki efni á því. Félagi minn í gagn- fræðaskólanum á ísafirði fór í Verslun- arskólann og mig langaði með honum. En ég fór á sjó, kynntist konu frá Eskifirði og settist hér að. Ég hef aldrei séð eftir þeim tírna sem ég hef eytt í sjó- mennskuna og hefur alltaf liðið vel á Eskifirði.“ FARINN AÐ UNDIRBÚA STARFS- LOK Á SJÓNUM Sigurður er farinn að undirbúa starfs- lok á sjónum en hann verður sextugur á næsta ári. Hann segist taka sér löng frí á sumrin og ferðist töluvert. „Það er samt þannig með sjómenn að eftir langt hlé fer mann að langa á sjó aftur. Þó hef ég aldrei verið að fylgjast með aflatölum meðan ég er í landi. Sonur minn er með bát hérna og ég sé fram á að ég geti skotist með honum öðru hvoru til þess að halda sjómanns- blóðinu á hreyfingu.“ Jóhanna A.H. Jóhannsdótlir 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.