Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Page 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Page 56
KANNSKI EKKI SVO SLÆMT Alþjóðasiglingamálastofnunin, IMO, hefur haft í smíðum nýjar reglur um ör- yggi farþegaferja í kjölfar Estoniu- slyssins. Ekki eru allir á eitt sáttir um þær hertu kröfur sem verið er að koma á og mun dæma margar ferjur úr Ieik. Ör- yggisfulltrúi ferj uskipaútgerðarinnar Brittany Ferrys hefur bent á að mann- skaðaslys á ferjum séu, þrátt fyrir stórslysin sem hafa orðið á síðustu árum, ekki verri en í fluginu miðað við far- þegafjölda. Sagði hann að tölur fyrir árin 1990-94 um slys í Evrópu sýndu að Oryggi farþegaferja er í endurskoðun, en hvort það kemur í veg fyrir svona óhapp skal ósagt látið. mannskaðar í flugvélum IATA væru 1 á móti 2.046.283 en í ferjusiglingum væri þessi tala 1 á móti 2.126.041. ÁREKSTUR Það fórst sem betur fer enginn þegar japanska farþegaferjan Kurosaki sigldi á bryggju í Kesennuma í Japan. Um borð voru 206 farþegar en 128 þeirra slö- suðust við áreksturinn. Meira en helm- ingur farþeganna var skólakrakkar. ENN AF SJÓRÁNUM Nýlega var flutningaskipið Anna Sierra rænt á Tælandsflóa þegar 25-30 manna vopnaður hópur réðst um borð í skipið. Voru þeir vopnaðir vélbyssum og hnífum. Áhöfninni var safnað saman niðri í vélarrúmi þar sem henni var haldið í tvo sólarhringa. Þá var hún sett um borð í tvo litla báta og skilin eftir úti á rúmsjó. Búið var að mála skipið stafna á milli og skipta um nafn á því. Sáu skipverjarnir fyrrihluta nýja nafnsins á skipinu, Diagara, og hafði það verið soðið á bóg þess. Anna Sierra var á leið frá Ko Sichang í Tælandi til Manila á Filippseyjum með 12.000 tonna sykur- farm í sekkjum. Áhöfninni var bjargað af víetnömskum fiskimönnum. Ekki hefur enn tekist að hafa uppi á skipinu og hefur $100.000 verið heitið fyrir upp- Iýsingar um það. Samkvæmt upplýsing- um frá kínversku strandgæslunni hafa þeir handtekið 39 sjóræningja og náð að endurheimta þrjú skip. SMÁFRÉTTIR Nýlega var samþykkt aðild Azerbaid- jan að Alþjóðasiglingamálastofnuninni, IMO, og er það 152. ríkið sem hlýtur aðild. Samkvæmt breskri skýrslu eru 90% neyðarkalla í GMDSS-kerfmu fölsk en ekkert munstur eða ástæður sjáanleg. Fækkun varð á óhöppum kaup- skipa í Bretlandi á árinu 1994 en aftur á móti fjölgaði þeim umtalsvert meðal fiskiskipa. Ghana varð nýlega aðili að INMARSAT og er 79. ríkið sem gerist þar aðili. 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.