Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Síða 57
BÚNIR AÐ FÁ NÓG Tælendingar eru búnir að fá nóg af að vera háðir siglingum erlendra skipafélaga til landsins. Hefur ríkisstjórnin tilkynnt áætlun sem felur í sér fjárfestingu upp á 10 billjónir dollara til næstu ellefu ára. Verður féð notað til að kaupa og reka kaupskip undir tælenskum fána. NÝR RISI Nýjasta og jafnframt stærsta skemmti- ferðaskip í heimi var nýlega afhent eig- endum sínum. Skipið, Sun Princess, er í eigu P&O-skipafélagsins breska og skip- stjórinn heitir Augusto Lagomarsini. Ekki er búist við að hann staldri lengi við á þessu skipi því það styttist í að hann fari á eftirlaun. Augusto er nefnilega orðinn 64 ára, en eftirlaunaaldur skip- stjóra félagsins er 60 ár og hann því kominn talsvert framyfir þau mörk. Hann viðurkennir að erfitt verði að fara í land frá svo glæstu skipi sem Sun Princ- ess er, en skipið er 77.000 tonn að stærð. Að vísu verður þetta skip ekki lengi enn það stærsta, því hjá Fincantieri á Italíu stendur yftr smíði á 100.000 tonna skemmtiferðaskipi sem hefur fengið nafnið Destiny. Sem dæmi um hversu mikil breyting á sér stað í rekstri skipa með slíkum risum þá er um borð í Sun Princess garðyrkjumaður sem sér um blómaræktun svo farþegarnir fái fersk blóm við morgunverðarborðið. LOKSINS í ÍSRAEL Flutningaskipið Centra Lyra er fyrsta skip sem siglir undir frönskum fána sem kemur til hafnar í Israel í meira en fjöru- tíu ár. Skipið kom til Haifa í byrjun nóv- ember síðastliðins og var þar með aflétt viðskiptabanni sem arabar hótuðu frönskum fyrirtækjum ef þau hefðu viðskipti við Israela. LÓDSASTÖRF i BRETLANDI Á LAUSU Allt er á niðurleið, því ekki er lengur hægt að fá fólk með sjóreynslu til starfa í landi, sem áður var slegist um. Þessu standa Bretar frammi fyrir í dag. Fyrir nokkrum árum stóðu skipstjórar í löng- um röðum eftir lóðsstarfi en í dag eru engir í röðum því skortur er að verða á mönnum með réttindi til starfa. Þar í landi er talað um að þegar hafi ein kynslóð sjómanna horfið og jafnvel tvær. Þeir skipstjórar sem enn eru við störf eru að fara á eftirlaun og því er ástandið ekki betra en svo að áhyggjurnar snúast um hvenær ekki verði hægt að manna lóðs- stöðurnar með reyndum sjómönnum. vandinn með skip af þessari stærðar- gráðu er að þau eru orðin of stór fyrir Panamaskurð. Skipin verða í siglingum milli Evrópu og Asíu og eiga að afltend- ast á næsta ári og þarnæsta. Þessi einstaka mynd er taiin vera af skipi sjóræninga á Kínahafi. Engin merki, enginn fáni og enginn sjáanlegur um borð. **'* »»»»»*** **•*“ ttrittttntt NÝ GÁMASKIPAKYNSLÓÐ Danska skipafélagið Mærsk hefur gert samning um smíði á níu gámaskipum sem hvert um sig mun geta flutt 5.500 gámaeiningar. Upphaflega áttu skipin að taka 4.800 einingar en harðnandi sam- keppni breytti áformum þeirra. Aðal- ALLTAF MEIRI HRAÐA Arið 1992 var sjósett fyrsta lestarlúgu- lausa gámaskip í heirni. Atlantic Lady, en það nafn fékk skipið, gat flutt 1.656 gámaeiningar en engin lest skipsins var með lestarlúgum. Fyrri kynslóðir lúgu- lausra gámaskipa höfðu lúgur á fremstu lestarrýmum. Til að ekki þyrfti til þess að koma að hafa lúgur á fremstu lestum skipsins var það haft frambyggt og engin lest fyrir framan brú. Mjög öflugar dælur eru til að dæla sjó og vatni frá lestum skipsins. Þær eiga að halda lestunum því sem næst þurrum í Norður-Atlants- hafsöldu í ellefu vindstigum. Þótt ekki hafi tekist að komast þetta langt í að opna lestir skipa til að flýta enn frekar fyrir afgreiðslutíma þeirra f höfnum skulum við vona að ekki verði næst lokið við hönnun á losunarbúnaði skipa, sem felur í sér að þeim sé hvolft í hverri höfn með sérstökum örmum í báðum endum skipsins! Sea Princess er stærsta skemmtiferðaskip heims í augnablikinu. 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.