Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Side 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Side 62
Viðtal við Jóstein Finnbogason, trillukarl á Húsavík, úr bókinni „Gegnum lífsins öldurV Skakið hefur aldrei brugðist alveg A yngri árum fórstu á vertíðir suður á land? „Já, í 26 vetur. Eg reri þar af fimmtán vertíðir frá Sandgerði, mest á vélbátnum Óðni frá Gerðum. Það var bátur í eigu þeirra bræðra Þórðar og Finnboga Guð- mundssona í Gerðum. Óðinn fórst 12. febrúar árið 1944 með manni og mús. Ég var í landi fyrir hreina tilviljun. Geirmundur hét skipstjórinn, en hann var frá Jaðri í Garði. Ég var búinn að vera með honum allar vertíðirnar sem mótor- isti. Ég hafði þjónustu inni í Keflavík og hann sagði við mig, þegar við komum að landi kvöldið áður í leiðinlegu veðri, að nú skyldi ég nota tækifærið og fara inn eftir og hitta þjónustuna. Hann bætti við að ég þyrfti ekkert að flýta mér því að það yrði ekkert róið í nótt. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og fór inn eftir. Ég var svo heppinn að þegar ég kom út hitti ég Þór Pétursson héðan frá Húsavík, en hann var með vörubíl fullan af fiski að leggja af stað til Keflavíkur og auðvitað fékk ég far með honum. Svo kom að því að ég var búinn að kjafta nóg við fólkið, en ég hafði þjón- ustu hjá Húsvíkingum gömlum sem höfðu búið í Keflavík í þrjátíu ár. Það var auðvitað setið yfir kaffi. Þá var komið að því að hugsa fyrir ferð til baka en þá var ekki kominn vegur yfir heiðina til Sandgerðis heldur varð að aka um Leir- una og Garðinn. Ég fékk far, en þegar við komum í Garðinn sjáum við að allir bátarnir eru komnir út að bauju til að róa. Það hafði lygnt talsvert þó að það væri ekkert blíðviðri. Það var svona strekkingsvindur. Þeir fóru út á öðrum og þriðja tímanum en fóru svo sumir að koma til baka aftur. Það versnaði veðrið og fórust tveir bátar frá Akranesi og Óðinn úr Garðinum. Fleiri urðu fyrir skakkaföll- um. En ég slapp alveg. Þeim þótti það skrýtið Sandgerð- ingum þegar þeir sáu mig þarna á bryggjunni um morguninn. Hvað kæmi til að ég væri í landi, því að mig hafði aldrei vantað í róður.“ ÓLÝSANLEG SORG Viðbrögðin? Hvernig verður manni innanbrjósts þegar allir vinnufélag- arnir hverfa? „Það er margt óskiljanlegt í tilverunni og það er eitthvað annað en við sjálf sem stjórnum þegar maður verður fyrir því að standa einn eftir, eins og ég í þetta skipti. Það var engin tilviljun að ég skyldi sleppa þarna. Það er eitthvert æðra afl sem ræður miklu. Ég á engin orð til að lýsa þessu.“ ANNAD SKIP OG ANNAÐ FÖRUNEYTI Þegar þú stóðst þarna einn eftir léstu þó ekki deigan síga eða réðirþig á annan bát? „Já, ég fór yfir á Faxa eftir fjóra eða fimm daga á þessari sömu vertíð, en hann var með tveggja sílindra Tuxham- vél, 120 hestafla. Ég var að athuga nteð það hvort allt væri í lagi. Það var ekki um annað að ræða en að komast í annað pláss ef hægt væri að fá það. Annars hefði ég farið að spila á harmoníkuna. En svo fór ég frá Sandgerði alveg, því að á næstu vertíð fór ég til Keflavíkur. Ég byrjaði þar hjá miklum ágædsmönnum. Ég tróð mér inn á þá. Ég reri nokkrar vertíðir frá Reykjavík frá árinu 1953, meðal annars á Hagbarði frá Húsavík með fermingarbróður mín- um Tóta. Tóti heitir reyndar Þórarinn Vigfússon og er kunnur skipstjóri. Við lögðum upp í Reykjavík. Það var ekkert verið að rífast um borð, en það var rökrætt og stundum var sögð helvíti mörg vitleysan í hálfkæringi. Það er eins og gengur á sjó. En við Tóti erum aldagamlir vinir.“ Var ekki erfitt og langt að róa dag- róðrafrá Reykjavík? „Það sást illa til veðurs frá Reykjavík, til dæmis hvort það var útsynningur. Maður varð ekkert var við veður fyrr en komið var út að Akranesbauju ef það var útsynningur. Það var allt önnur aðstaða í Sandgerði að þessu leyti. En ég hefi ekki farið á vertíð suður síðan 1957, en þá var ég á Júlíusi Björns- syni, nýjum stálbáti frá Dalvík. Við rerum þá frá Keflavík. Síðan hefi ég ekki komið á Suðurnes. Ég hefi bara séð á loftmyndum að margt hefur breyst. Það má til dæmis sjá hvað höfnin í Sandgerði hefur gjörbreyst. Ég hefi ekki einu sinni farið skottúr til að skoða neitt af þessu. Ég hefi aldrei tekið sumarleyfi til að fara eitt eða neitt. Einu sinni kom það fyrir að Bjarni Ásntundsson tók ekki á móti fiski og þá varð sjö daga stopp og verslunarmanna- helgin í viðbót. Þá voru það orðnir tíu dagar. Bjarni hætti fiskverkun 1977, en hann er faðir Asmundar, Hreiðars, Helga og Hallmars Freys, sem kunnir eru. Bjarni keypti fisk af trillum og saltaði sjálfur frá árinu 1958. Húsið sten- 62

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.