Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 69

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1995, Blaðsíða 69
Formannafundur Sjómannasambands íslands, haldinn á Akureyri 24. og 25. nóvember 1995, mótmælir harðle- ga 3. tölulið 31. greinar framangreinds frumvarps og telur að fella beri töluliðinn brott úr frumvarpinu verði það lagt íyrir yfirstandandi löggjafarþing. Skýrt kemur fram í 1. grein laga um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Islandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði útgerðarmanna yfir veiðiheimildum skipa sinna. Því hlýtur að teljast afar hæpið að heimila að verðmæti, sem ekki eru eign útgerðarmanns, séu veðsett á sama hátt og skipið sjálft. Fundurinn telur að verði útgerðarmönnum heimilað með lögum að veðsetja veiðiheimildir sé Alþingi þar með búið að afhenda þeim auðlind þjóðarinnar til eignar. Þar með verður ekki hægt að úthluta veiðiheimildunum að nýju miðað við breyttar forsendur eða breyta um stjórnkerfi við fiskveiðarnar, þótt aðstæður gerðu slíkt nauðsynlegt. Fundurinn getur ekki fallist á slíkan eignarrétt útgerð- armanna yfir sameiginlegum verðmætum þjóðarinnar og krefst þess að tekið verið tillit til framangreindra ábend- inga. ÁLYKTUN UM NÝTINGU SJÁVARSPENDÝRA Formannafundur Sjómannasambands íslands, haldinn á Akureyri dagana 24. og 25. nóvember 1995, skorar á Alþingi íslendinga að samþykkja að hafnar verði hvalveiðar þegar á næsta ári. Byggt verði á tillögum vís- indamanna um nýtingu á þeim tegundum sem taldar eru þola veiðar. Formannafúndurinn telur ófært að auðlind hafsins sé ekki að fullu nýtt á sama tíma og atvinnuleysi er í landinu. Fundurinn telur því eklci eftir neinu að bíða með að hefja veiðarnar. Einnig hvetur fundurinn til skyn- samlegrar nýtingar selastofna við landið og bendir á þá hættu sem fiskstofnum stafar af aukinni selagengd. ÁSKORUN TIL SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA VEGNA STARFSEMI ÚRSKURÐARNEFNDAR SJÓMANNA OG ÚTVEGSMANNA Formannafundur Sjómannasambands Islands, haldinn á Akureyri 24. og 25. nóvember 1995, skorar á sjávar- útvegsráðherra að semja nú þegar við Fiskifélag Islands um söfnun og úrvinnslu upplýsinga úr sjávarútvegi, sér- staklega hvað varðar upplýsingar um fiskverð. Jafnframt skorar formannafundurinn á sjávarútvegsráðherra að gera samning við Fiskifélag íslands til lengri tíma en eins árs í senn vegna framangreindrar upplýsingasöfnunar. Greinargerð: Fiskifélag íslands hefur um langt árabil safnað upplýsingum í sjávarútvegi. Nú síðasta ár hefur starfað sérstök nefnd, úrskurðarnefnd sjómanna og útvegs- manna, sem hefur aðallega stuðst við gögn frá Fiski- félaginu í störfum sínum. Urskurðarnefndin gegnir mjög mikilvægu hlutverki við ákvörðun á fiskverði í framhald á bls. 72 Gunnvör hf. sendir sjómönnum og fiskvinnslufólki bestu jóla og nýárskveðjur Gunnvör hf. Isafirði Sími 456 4377 Fax 456 4720 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.